Telur mikla kosti við kvótasetningu grásleppuveiða

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir frumvarp sitt um …
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir frumvarp sitt um kvótasetningu grásleppuveiða bæta umgjörð veiðanna til muna bæði með tilliti til hagsmuna þeirra sem stunda veiðarnar og lífríkisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í annað sinn lagt fram frumvarp um kvótasetningu grásleppuveiða. Ráðherrann segir frumvarpið auka skilvirkni veiðanna og bæta umgengni við auðlindina.

„Það er fyrst og síðast verið að færa veiðistjórn grásleppu undir sömu stjórn og gildir um flesta aðra nytjastofna á Íslandsmiðum. Nú þegar eru takmarkanir á því hverjum sé heimilt að veiða grásleppu en sú stýring er ekki nægilega markviss og nær ekki að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru um sjálfbærar veiðar í dag með tilliti til meðafla og veiða umfram ráðgjöf,“ svarar Kristján Þór, spurður um tilefni frumvarpsins.

Grásleppu landað úr Höllu Daníelsdóttur í Reykjavík.
Grásleppu landað úr Höllu Daníelsdóttur í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumvarpið sem um ræðir hefur verið umdeilt og hefur hlotið talsverða gagnrýni, en því hefur einnig verið fagnað. Þá gripu 244 handhafar grásleppuveiðileyfa til þess ráðs á dögunum að afhenda ráðherranum stuðningsyfirlýsingu og eru þeir sem undirrita hana um 54% allra grásleppuleyfishafa á landinu.

Spurður hvort það sé hægt að mynda sátt um frumvarpið, svarar Kristján Þór: „Ég tel augljóst að það er hægt að skapa almenna sátt um frumvarpið, fyrst og síðast meðal grásleppusjómanna, þó það verði auðvitað aldrei allir sammála.“

Meðal þeirra athugasemda sem hafa verið gerðar við kvótasetninguna eru áhyggjur af samþjöppun eignarhalds aflaheimilda í grásleppu. Ráðherrann hefur ekki sérstakar áhyggjur af þessu og bendir á að í frumvarpinu sé að finna ákvæði um 2% hámarksaflahlutdeild. „Með því erum við að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun aflaheimilda, en ég nefni þó um leið að þessar veiðar eru einfaldlega þess eðlis að þetta verður alltaf smábátaútgerð sem stunduð er vítt og breitt um landið.“

Dagstjórnunin ósanngjörn

„Núgildandi kerfi [hefur] þann ókost að veiðarnar eru ófyrirsjáanlegar og það hefur bitnað á þeim sem stunda þessar veiðar. Þetta kom einna skýrast fram á síðustu vertíð. Það er í mínum huga ábyrgð stjórnvalda á hverjum tíma að búa þannig um veiðar á nytjastofnum að þær séu hagkvæmar, fyrirsjáanlegar og að stjórnun þeirra sé sem skilvirkust. Ég tel augljóst að varðandi stjórn veiða á grásleppu þá getum við gert talsvert betur til að ná þessum markmiðum og það er í grunninn tilefni þessa frumvarps,“ útskýrir Kristján Þór.

„Núverandi dagastjórnun hefur af mörgum verið talin ósanngjörn þar sem alltaf er möguleiki á að stöðva þurfi veiðar þegar ráðlögðum heildarafla er náð. Afleiðingar þess geta verið misjafnar fyrir sjómenn eins og mönnum er í fersku minni eftir síðustu vertíð.“

Betra fyrir lífríkið

Þá telur ráðherrann að með kvótasetningu sé hægt að bæta umgengni um auðlindina með því að stöðva kapphlaupið sem myndast þegar grásleppusjómenn reyna að ná mestum afla á þeim sóknardögum sem þeir hafa.

„Þannig mun sóknin breytast á þann hátt að færri net verða í sjó hjá hverjum bát. Með færri net í sjó er hægt að vitja netanna oftar. Auk þess sem það eykur gæði og verðmæti afla, mun það draga úr líkum á því að net tapist, t.d. vegna óveðurs. Töpuð net í sjó geta valdið miklum skaða fyrir lífríkið þar sem netin eru úr efnum sem eyðast mjög hægt og því geta netin verið skaðleg fyrir lífríkið, t.d. fugla, fiska og spendýr, í ár eða áratugi,“ segir Kristján Þór.

Gert að grásleppu á Húsavík.
Gert að grásleppu á Húsavík. mbl.is/Hafþór

„Þá munu sjómenn geta gert hlé á veiðum m.a. þegar mikið er um sjófugla eða spendýr sem lenda í netunum. Enda þótt ráðstafanir hafi verið gerðar til að draga úr meðafla sjófugla og spendýra með víðtækum svæðalokunum fyrr á þessu ári eru enn veiðisvæði þar sem meðafli fugla og spendýra er vandamál á ákveðnum tímum. Með kvótasetningu er sjómönnum gert kleift að gera hlé á veiðum meðan ástandið varir án þess að það hafi áhrif á mögulega afkomu þeirra,“ útskýrir ráðherrann og bætir við að þetta sé einnig til þess fallið að auka öryggi þeirra sem stunda veiðarnar þar sem minni hvati verður til að stunda þær er veður er tvísýnt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »