Varla grundvöllur fyrir grásleppuvertíð

Grásleppu landað á Húsavík í fyrra.
Grásleppu landað á Húsavík í fyrra. Ljósmynd/mbl.is

„Þetta verð sem er verið að bjóða er allt of lágt. Skelfilegt hvað það hefur lækkað frá því að það var 330 krónur á kílóið á vertíðinni 2019,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við 200 mílur um stöðu grásleppuveiða í ár.

Verðið fyrir kílóið af landaðri, óskorinni grásleppu var 225 krónur í fyrra en verðið sem býðst í ár er um 130 krónur. Þá eru veiðiheimildir fyrir hrognkelsum meiri í ár en þær hafa nokkurn tímann verið og hefur veiðidögum á hvert leyfi nú verið fjölgað úr 25 í 40.

Leyfilegt að skera hveljuna

Í ár var sú breyting gerð á reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða að heimilt er að varpa hvelju af grásleppu fyrir borð. Þetta er gert til að koma til móts við stöðu á mörkuðum en ekki hefur gengið að selja hveljuna frá því að heimsfaraldur hófst.

Höfnin á Þórshöfn. Ekki er útlit fyrir að margir muni …
Höfnin á Þórshöfn. Ekki er útlit fyrir að margir muni róa á grásleppu frá Þórshöfn í ár. Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

„Staðan er þannig að ég er ekki farinn á grásleppu, og ég fer líklega ekki,“ segir Halldór Rúnar Stefánsson, formaður smábátafélagsins Fonts. Hann segir að ekki fari margir félagsmenn í Fonti á grásleppu í ár. „Sumir ætla að prófa þetta, öðrum veit ég af sem ætla ekki, bæði út af lélegu verði og vegna þess að Ora mun ekki kaupa grásleppuhrogn í ár. Líklega fer enginn frá Þórshöfn en einhverjir frá Bakkafirði.“ Smábátasjómenn á Þórshöfn geta ekki lagt upp hjá Ísfélagi Vestmannaeyja í ár þar sem félagið hefur verið í samstarfi við Ora. „Það er varla grundvöllur til að fara á grásleppu. Einhverjir renna hýru auga til byggðakvóta, þ.e. að leggja grásleppuna inn sem mótframlag, annað er ekki að græða á þessu,“ segir Halldór.

Eins og staðan var um miðjan dag í gær voru 38 bátar búnir að landa grásleppu í ár og 84 búnir að virkja leyfi, þar af um helmingur á E-svæði sem nær frá Skagará að Fonti  á Norðausturlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 485 kg
Þorskur 32 kg
Rauðmagi 5 kg
Skarkoli 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 529 kg
26.4.24 Kambur HU 24 Grásleppunet
Grásleppa 2.813 kg
Þorskur 262 kg
Skarkoli 32 kg
Ýsa 10 kg
Þykkvalúra 5 kg
Rauðmagi 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.130 kg
26.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Þorskur 167 kg
Skarkoli 47 kg
Ýsa 9 kg
Ufsi 7 kg
Rauðmagi 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.109 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 485 kg
Þorskur 32 kg
Rauðmagi 5 kg
Skarkoli 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 529 kg
26.4.24 Kambur HU 24 Grásleppunet
Grásleppa 2.813 kg
Þorskur 262 kg
Skarkoli 32 kg
Ýsa 10 kg
Þykkvalúra 5 kg
Rauðmagi 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.130 kg
26.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Þorskur 167 kg
Skarkoli 47 kg
Ýsa 9 kg
Ufsi 7 kg
Rauðmagi 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.109 kg

Skoða allar landanir »