„Það er engin vörn fyrir launafólk“

Drífa Snædal, forseti ASÍ, gerir verulegar athugasemdir við hugmyndir um …
Drífa Snædal, forseti ASÍ, gerir verulegar athugasemdir við hugmyndir um að leyfa þeim fyrirtækjum sem gera út íslensk kaupskip að greiða áhöfnum laun samkvæmt kjörum í þeim ríkjum þar sem áhöfn er með lögheimili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum gert athugasemdir við þetta, bæði formlega og óformlega. Við getum ekki sætt okkur við það að það séu bara í gildi kjarasamningar í þeim löndum sem þeim [skipafélögum] þóknast,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við 200 mílur er hún er innt álits á frumvarpi til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá.

Í frumvarpinu er kveðið á um að launakjör skipverja um borð íslenskum kaupskipum miðist við kjör í því landi þar sem umræddur skipverji hefur lögheimili. Samkvæmt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er um að ræða sambærilegt ákvæði og er að finna í lögum annarra ríkja, meðal annars Noregi. Markmið laganna er sagt vera að bæta rekstrarumhverfi hér á landi til að hvetja skipafélög til að skrá skip sín hér á landi.

Drífa segir verði frumvarpið að lögum muni það heimila félögum sem gera út kaupskip undir íslenskum fána að taka aðeins áhafnir frá þeim ríkjum þar sem laun eru lægst. „Það er engin vörn fyrir launafólk.“

„Við vitum að félagsleg undirboð eiga sér stað í þessum geira,“ segir hún og bætir við að samþykkt frumvarpsins væru skilaboð um að á Íslandi séu félagsleg undirboð liðin. „Þarna er verið að samþykkja að megi leggja í að velja starfsfólk um heim allan til að greiða lægstu launin.“

Alvarlegur ágalli í frumvarpinu

Spurð um rökstuðning ráðuneytisins og vísun í sambærileg ákvæði í Noregi kveðst Drífa ekki þekkja norsku lögin, en bendir á að verkalýðshreyfingin á alþjóðavísu hafi gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag þegar kemur að launakjörum áhafana kaupskipa.

Drífa segir ASÍ leggjast gegn samþykkt frumvarpsins. „Við höfum verið að koma athugasemdum á framfæri við ráðuneyti og ráðherra beint og við munum halda áfram að gera athugasemdir við þetta frumvarp. Það er líka alvarlegur ágalli í frumvarpinu þar sem er gefið í skyn að það séu í gildi einhver alþjóðleg lágmarkslaun. Það er ekki rétt. Ráðuneytið virðist vera vísvitandi að misskilja alþjóðlega samninga sem eru gerðir á vegum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO).“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 442,03 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 575,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 269,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 155,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 175,45 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 442,03 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 575,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 269,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 155,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 175,45 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »