Ferð varðskipsins Þórs tók óvænta stefnu

Mælingar í Kolbeinsey.
Mælingar í Kolbeinsey. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór hefur verið á ferð fyrir norðan land meðal annars við mælingar á Kolbeinsey frá því í síðustu viku. 

Skipið var í höfn á Þórshöfn á Langanesi eftir mælingar þegar stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar barst beiðni um aðstoð frá áhöfn skips­ins í há­deg­inu á sunnudaginn vegna vélarvana línuskips um 40 kílómetra norðan við Langanes. 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að skipstjóri línuskipsins hafi haft aftur samband við Þór, áður en skipið var komið á svæðið til að vara við því að einhverjir í áhöfn sinni hefðu fundið fyrir flensueinkennum. 

„Í kjölfarið gat stjórnstöð Landhelgisgæslunnar ræst út viðeigandi viðbragð, það er að segja látið sóttvarnaryfirvöld í héraði vita,“ segir Ásgeir. 

Þór kom svo að skipinu um klukkan 18 á sunnudegi, þar sem línu var skotið á milli skipanna og skipið tekið í tog. „Það gekk allt saman vel,“ segir Ásgeir. 

Skipið var komið um klukkan þrjú að nóttu í höfn á Þórshöfn þar sem áhöfnin fór í sóttkví. Sýnataka fór fram um klukkan átta í gærmorgun og kom niðurstaða úr henni síðdegis í gær. Enginn í áhöfninni reyndist smitaður. 

Myndir af þessum ferðum má sjá hér: 

Þór séður frá Kolbeinsey.
Þór séður frá Kolbeinsey. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Línu skotið yfir í Þórsnes sem var vélarvana á miðunum.
Línu skotið yfir í Þórsnes sem var vélarvana á miðunum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Lagt upp að höfn á Þórshöfn, sem nú er heiðursheimahöfn …
Lagt upp að höfn á Þórshöfn, sem nú er heiðursheimahöfn Þórs. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.5.21 260,56 kr/kg
Þorskur, slægður 11.5.21 249,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.5.21 271,88 kr/kg
Ýsa, slægð 11.5.21 273,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.5.21 93,46 kr/kg
Ufsi, slægður 11.5.21 131,23 kr/kg
Djúpkarfi 11.5.21 158,09 kr/kg
Gullkarfi 11.5.21 191,03 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.21 Sigrún EA-052 Handfæri
Þorskur 815 kg
Ufsi 327 kg
Samtals 1.142 kg
11.5.21 Nunni EA-087 Handfæri
Þorskur 52 kg
Samtals 52 kg
11.5.21 Hafaldan EA-190 Grásleppunet
Grásleppa 670 kg
Þorskur 164 kg
Ufsi 146 kg
Samtals 980 kg
11.5.21 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Ufsi 4.107 kg
Þorskur 364 kg
Gullkarfi 99 kg
Samtals 4.570 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.5.21 260,56 kr/kg
Þorskur, slægður 11.5.21 249,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.5.21 271,88 kr/kg
Ýsa, slægð 11.5.21 273,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.5.21 93,46 kr/kg
Ufsi, slægður 11.5.21 131,23 kr/kg
Djúpkarfi 11.5.21 158,09 kr/kg
Gullkarfi 11.5.21 191,03 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.21 Sigrún EA-052 Handfæri
Þorskur 815 kg
Ufsi 327 kg
Samtals 1.142 kg
11.5.21 Nunni EA-087 Handfæri
Þorskur 52 kg
Samtals 52 kg
11.5.21 Hafaldan EA-190 Grásleppunet
Grásleppa 670 kg
Þorskur 164 kg
Ufsi 146 kg
Samtals 980 kg
11.5.21 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Ufsi 4.107 kg
Þorskur 364 kg
Gullkarfi 99 kg
Samtals 4.570 kg

Skoða allar landanir »