Hafa landað 18.000 tonnum af makríl í Neskaupstað

Börkur NK að dæla makríl yfir í Börk II NK …
Börkur NK að dæla makríl yfir í Börk II NK í Smugunni. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Hægt hefur á gangi makrílveiðanna hjá skipum Síldarvinnslunnar á undanförnum dögum og hefur aflinn í Smugunni verið misjafn. Fram kemur í færslu á vef fyrirtækisins að framan af hafi vertíðin gengið vel þar sem ágætur afli fékkst í Smugunni þó lítið hafi verið af makríl í íslenskri lögsögu.

„Einstaka sinnum koma aflaskot en þau standa yfirleitt stutt enda allur flotinn brátt kominn á þann blett sem veitt er á. Þrátt fyrir þetta er engin ástæða til að fyllast svartsýni. Ágústmánuður er nýhafinn og undanfarin ár hefur makrílveiði í Smugunni gjarnan hafist um þetta leyti. Ef tekið er mið af reynslu fyrri ára ætti aðalveiðitíminn í Smugunni að vera eftir og vonandi á veiðin eftir að glæðast,“ segir í færslunni.

Á laugardag kom Beitir NK til hafnar í Neskaupstað með 1.210 tonn úr Smugunni og hefur vinnsla gengið vel. Í gærkvöldi kom svo Börkur II NK með 1.040 tonn, en að þeim afla meðtöldum hafa borist um 18.000 tonn af makríl til Neskaupstaðar á vertíðinni. Í fyrra voru unnin 23.000 tonn á vertíðinni en henni er þó ekki lokið enn

Beitir og Börkur II hafa, auk skipanna Barkar NK, Bjarna Ólafssonar AK og Vilhelms Þorsteinssonar EA, veitt í samstarfi á vertíðinni og landa öll í Neskaupstað. Felst samstarfið í því að afla allra skipanna er dælt um borð í eitt þeirra hverju sinni. Þetta fyrirkomulag kemur í veg fyrir að skipin séu að sigla langan veg með lítinn afla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »