Landtenging jákvætt skref í orkuskiptum

Stjórnbúðaður fyrir landtengingu við Norðfrjarðarhöfn.
Stjórnbúðaður fyrir landtengingu við Norðfrjarðarhöfn. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Á síðustu dögum hafa uppsjávarskip verið tengd við rafmagn í landi við komuna til Neskaupstaðar, fyrst Vilhelm Þorsteinsson EA í lok síðustu viku og síðan Börkur NK í gær. Unnið er að því að setja búnað til landtengingar í Beiti NK. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir um tímamót að ræða og jákvætt skref í orkuskiptum í sjávarútvegi.

Íslensk fyrirtæki rói öll í sömu átt hvað varði orkuskipti og í sjávarútvegi sé fyrst að nefna þegar ráðist var í rafvæðingu orkufrekra fiskimjölsverksmiðja. Fleiri möguleikar séu til orkusparnaðar með orkuskiptum.

Krani til að koma landtengingarköplum um borð í skip.
Krani til að koma landtengingarköplum um borð í skip. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Aflmikil tenging

Í landtengingunni felst að skipið fær raforku úr landi til að kæla aflann, dæla honum á land og sinna annarri raforkunotkun um borð meðan á löndun stendur í stað þess að framleiða orku með vélbúnaði sem nýtir olíu sem orkugjafa.

„Hér er um að ræða mikilvægt umhverfismál og ótvírætt framfaraskref. Samkvæmt bestu heimildum er þetta í fyrsta sinn sem fiskiskip er landtengt með svo aflmikilli tengingu en tengingin flytur 500 kW,“ segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Þar kemur fram að með landtengingu er notaður umhverfisvænn, innlendur orkugjafi á meðan löndun úr skipi fer fram í stað innfluttrar olíu og að notkun á umhverfisvænum orkugjöfum styrkir ímynd íslensks sjávarútvegs. Þegar öll uppsjávarskip sem landa í Neskaupstað verða komin með tilheyrandi búnað megi gera ráð fyrir að olíunotkun minnki um 300 þúsund lítra á ári.

Nokkurra ára verkefni

Hafin var vinna við þessa landtengingu við uppsjávarskipin árið 2013. Kostnaður við verkefnið mun vera á annað hundrað milljónir króna. Verkefnið er unnið í samvinnu Síldarvinnslunnar og verkfræðistofunnar EFLU, en búnaðurinn er framleiddur af ABB sem Johan Rönning hefur umboð fyrir.

Frá vinstri: Jón Atli Bjarnason frá Eflu, Daði Benediktsson frá …
Frá vinstri: Jón Atli Bjarnason frá Eflu, Daði Benediktsson frá Eflu, Jóhann Pétur Gíslason vélstjóri á Berki og Þórarinn Ómarsson rafvirki hjá Síldarvinnslunni. Ljósmynd/Síldarvinnslan
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »