Landtenging jákvætt skref í orkuskiptum

Stjórnbúðaður fyrir landtengingu við Norðfrjarðarhöfn.
Stjórnbúðaður fyrir landtengingu við Norðfrjarðarhöfn. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Á síðustu dögum hafa uppsjávarskip verið tengd við rafmagn í landi við komuna til Neskaupstaðar, fyrst Vilhelm Þorsteinsson EA í lok síðustu viku og síðan Börkur NK í gær. Unnið er að því að setja búnað til landtengingar í Beiti NK. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir um tímamót að ræða og jákvætt skref í orkuskiptum í sjávarútvegi.

Íslensk fyrirtæki rói öll í sömu átt hvað varði orkuskipti og í sjávarútvegi sé fyrst að nefna þegar ráðist var í rafvæðingu orkufrekra fiskimjölsverksmiðja. Fleiri möguleikar séu til orkusparnaðar með orkuskiptum.

Krani til að koma landtengingarköplum um borð í skip.
Krani til að koma landtengingarköplum um borð í skip. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Aflmikil tenging

Í landtengingunni felst að skipið fær raforku úr landi til að kæla aflann, dæla honum á land og sinna annarri raforkunotkun um borð meðan á löndun stendur í stað þess að framleiða orku með vélbúnaði sem nýtir olíu sem orkugjafa.

„Hér er um að ræða mikilvægt umhverfismál og ótvírætt framfaraskref. Samkvæmt bestu heimildum er þetta í fyrsta sinn sem fiskiskip er landtengt með svo aflmikilli tengingu en tengingin flytur 500 kW,“ segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Þar kemur fram að með landtengingu er notaður umhverfisvænn, innlendur orkugjafi á meðan löndun úr skipi fer fram í stað innfluttrar olíu og að notkun á umhverfisvænum orkugjöfum styrkir ímynd íslensks sjávarútvegs. Þegar öll uppsjávarskip sem landa í Neskaupstað verða komin með tilheyrandi búnað megi gera ráð fyrir að olíunotkun minnki um 300 þúsund lítra á ári.

Nokkurra ára verkefni

Hafin var vinna við þessa landtengingu við uppsjávarskipin árið 2013. Kostnaður við verkefnið mun vera á annað hundrað milljónir króna. Verkefnið er unnið í samvinnu Síldarvinnslunnar og verkfræðistofunnar EFLU, en búnaðurinn er framleiddur af ABB sem Johan Rönning hefur umboð fyrir.

Frá vinstri: Jón Atli Bjarnason frá Eflu, Daði Benediktsson frá …
Frá vinstri: Jón Atli Bjarnason frá Eflu, Daði Benediktsson frá Eflu, Jóhann Pétur Gíslason vélstjóri á Berki og Þórarinn Ómarsson rafvirki hjá Síldarvinnslunni. Ljósmynd/Síldarvinnslan
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.11.21 418,45 kr/kg
Þorskur, slægður 26.11.21 494,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.11.21 382,90 kr/kg
Ýsa, slægð 26.11.21 316,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.11.21 226,57 kr/kg
Ufsi, slægður 26.11.21 290,55 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 26.11.21 53,95 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.11.21 337,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.11.21 Katrín GK-266 Línutrekt
Ýsa 1.587 kg
Langa 194 kg
Gullkarfi 6 kg
Samtals 1.787 kg
27.11.21 Drangavík VE-080 Botnvarpa
Lýsa 6.466 kg
Blálanga 315 kg
Samtals 6.781 kg
27.11.21 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Gullkarfi 511 kg
Grálúða 353 kg
Samtals 864 kg
26.11.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Ýsa 5.278 kg
Þorskur 3.823 kg
Langa 717 kg
Keila 184 kg
Gullkarfi 53 kg
Hlýri 20 kg
Samtals 10.075 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.11.21 418,45 kr/kg
Þorskur, slægður 26.11.21 494,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.11.21 382,90 kr/kg
Ýsa, slægð 26.11.21 316,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.11.21 226,57 kr/kg
Ufsi, slægður 26.11.21 290,55 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 26.11.21 53,95 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.11.21 337,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.11.21 Katrín GK-266 Línutrekt
Ýsa 1.587 kg
Langa 194 kg
Gullkarfi 6 kg
Samtals 1.787 kg
27.11.21 Drangavík VE-080 Botnvarpa
Lýsa 6.466 kg
Blálanga 315 kg
Samtals 6.781 kg
27.11.21 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Gullkarfi 511 kg
Grálúða 353 kg
Samtals 864 kg
26.11.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Ýsa 5.278 kg
Þorskur 3.823 kg
Langa 717 kg
Keila 184 kg
Gullkarfi 53 kg
Hlýri 20 kg
Samtals 10.075 kg

Skoða allar landanir »