Ein allsherjar veisla að sögn Tómasar

Beitir NK kemur með síldarfarm til Neskaupstaðar.
Beitir NK kemur með síldarfarm til Neskaupstaðar. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Guðlaugur B. Birgisson

„Að löndun lokinni verður stefnan tekin á Rósagarðinn og kolmunnanum sinnt. Vonandi á það eftir að ganga vel,“ segir Tómas Kárasson, skipstjóri á Beiti NK, á vef Síldarvinnslunnar. Skipið kom til hafnar í Neskaupstað með 1.600 tonn af norsk-íslenskri síld. Einnig hefur verið landað 1.100 tonnum af kolmunna úr Barða NK.

„Hvað gerist svo er ég ekki með á hreinu en ekki er ólíklegt að loðnunótin verði tekin um borð næst þegar í land verður komið. Loðnuvertíðin er svo sannarlega tilhlökkunarefni og maður finnur spennuna í loftinu,“ segir Tómas.

„Staðreyndin er sú að uppsjávarveiðarnar blómstra um þessar mundir. Veiðar á norsk-íslensku síldinni hafa gengið frábærlega og hún hefur veiðst við bæjardyrnar. Kolmunnaveiðarnar hafa líka gengið vel og nú er hann veiddur inni í íslenskri lögsögu sem er afar mikilvægt. Þá kemur fljótlega að veiðum á íslenskri sumargotssíld og ég hef þá trú að þær eigi eftir að ganga eins og í sögu.“

„Það er einungis makríllinn sem hefur verið að stríða okkur, en hann hefur fjarlægst landið og það hefur verið býsna langt að sækja hann. Fyrir okkur, sem erum á uppsjávarskipunum, má segja að þetta sé nánast ein allsherjar veisla,“ segir Tómas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »