Samherji og ÚA greiddu 110 milljónir í hafnargjöld

Skipverjar á Björgu EA-7 í Akureyrarhöfn. Hafnargjöld skipa Samherja og …
Skipverjar á Björgu EA-7 í Akureyrarhöfn. Hafnargjöld skipa Samherja og ÚA námu 16,7% af tekjum Hafnarsamlags Norðurlands í fyrra. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA), dótturfélag Samherja, greiddu alls 110,7 milljónir króna í hafnargjöld til Hafnarsamlags Norðurlands og Dalvíkurhafna eða 23% af greiddum hafnargjöldum.

Skipum og bátum er skylt að greiða fyrir þjónustu hafna og felst í því lestar- og bryggjugjöld, móttaka og vigtun á sjávarafla. Togarar Samherja og ÚA að mestu á Akureyri og á Dalvík en þar eru fiskvinnslur félaganna staðsettar.

Í fyrra greiddi Samherji 64,9 milljónir í hafnargjöld til Hafnarsamlags Norðurlands, að því er fram kemur í færslu á vef fyrirtækisins. Það gerir um 16,7% af heildartekjum Hafnarsamlagsins sem námu 388 milljónum árið 2020. Hafnasamlag Norðurlands rekur hafnirnar á Akureyri, Grímsey, Hrísey, Hjalteyri, Svalbarðseyri og Grenivík.

„Sem betur fer erum við ekki með öll eggin í sömu körfunni. Skemmtiferðaskipin hafa skipt okkur miklu máli en tekjur vegna þeirra brustu algjörlega í fyrra vegna heimsfaraldursins. Góðu heilli tókst Samherja og ÚA að gera út flotann í faraldrinum og gátu séð fiskvinnsluhúsunum fyrir hráefni. Ef það hefði ekki gengið upp, hefðu tekjur okkar dregist enn frekar saman með tilheyrandi afleiðingum,“ er haft eftir Pétri Ólafssyni hafnarstjóra í færslunni.

Tæp 50% í Dalvík

Samanlagt greiddi Samherji og ÚA 45,8 milljónir króna í hafnargjöld til Dalvíkurhafna eða 49,9% af heildartekjum hafnarinnar sem námu 91,7 milljónum á síðasta ári.

„Þessar tölur undirstrika með áberandi hætti mikilvægi Samherja í sveitarfélaginu. Höfnin er á margan hátt okkar lífæð og þar vega tekjur vegna starfsemi Samherja þungt í allri tekjuöflun,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri og hafnarstjóri í Dalvíkurbyggð.

Helmingur af tejum Dalvíkurhafnar má rekja til samstæðunnar.
Helmingur af tejum Dalvíkurhafnar má rekja til samstæðunnar. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »