Það var góður gangur hjá togurum Hraðfrystihússins Gunnvarar í fyrra og nam heildarafli þeirra 15.760 tonnum en heildarafli ársins á undan var 14.558 tonn, sem gerir aukninguna 8,2% milli ára.
Á heimasíðu útgerðarinnar kemur einnig fram að aflamverðmæti togaranna hafi numið 4.660 milljónir króna 2021 en 4.114 milljónir króna árið á undan. Vekur athygli að aflaverðmætið jókst um tæplega 13,3% sem er töluvert meira en aukningin í magni.
Aflamesti togari Hraðfrystihúss Gunnvarar í fyrra var Júlíus Geirmundsson ÍS-270 með 5.726 tonn að verðmæti 2.162 milljónir króna. Þétt á eftir fylgir Páll Pálsson ÍS-102 með 5.646 tonn að verðmæti 1.370 milljónir og síðan var Stefnir ÍS-28 með 4.388 tonn að verðmæti 1.128 milljónum króna.