Svavar síungur enda aldur bara tala

Svavari Benediktssyni fellur aldrei verk úr hendi.
Svavari Benediktssyni fellur aldrei verk úr hendi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmum mánuði fyrir jól var Svavar Benediktsson, fyrrverandi togaraskipstjóri, allt í einu kominn á tíræðisaldur en hann segir það engu hafa breytt; hann haldi áfram í líkamsræktinni, stundi sína vinnu, sjái um sig sjálfur, fari reglulega til Kanaríeyja og láti áfengið eiga sig. „Aldur er bara tala,“ leggur hann áherslu á og ekki síður kærleikann.

Veiruskrattinn er það eina sem Svavar óttast. „Ég þori ekki að fara í „gymmið“, er svo hræddur við að smitast, en geng úti klukkutíma á dag. Þegar menn eru orðnir níræðir verða þeir að hreyfa sig.“

Þegar Svavar var á níunda ári tók faðir hans, Benedikt Ögmundsson skipstjóri á gamla Maí, hann fyrst með sér út á sjó. „1939 var fjölskyldan allt sumarið í húsi sem hét Strýta, skammt frá Sólbakka í Önundarfirði, þar sem pabbi landaði karfa í bræðslu en hann var á veiðum á Halanum,“ rifjar Svavar upp. „Mér þótti gaman að vaða í sjónum og var alltaf blautur upp að mitti, en mamma var hrædd um að ég færi mér að voða svo karlinn tók mig um borð.“ Hann segist bara hafa verið með körlunum og þótt það gaman. „Ég þræddi í nálar fyrir þá. Lélegt garn var í trollinu og það var alltaf rifið, maður. Því var þetta stöðug netavinna.“

Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum vorið 1953 og hélt áfram að vinna sig upp. „Þótt karlinn hann pabbi væri skipstjóri naut ég engra forréttinda hjá honum. Hann píndi mig áfram alveg hreint. Þegar ég kom alkominn í land sagði konan við mig: Svavar. Á 40 árum hefur þú verið fjórum sinnum heima á jólunum. Málið er að ég var einn þeirra sem fóru alltaf út 16. desember til að ná fyrstu sölunni í Grimsby eftir jólin. Þá var verðið hæst.“

Rétt viðbrögð

Hann lauk farsælum ferli á togaranum Apríl og veiddi vel. „Frá vori fram á haust 1983 landaði ég fullfermi 17 sinnum í röð; við fórum austur fyrir land og vorum allt niður í fjóra daga að fylla.“ Þetta ár var hann einn af aflahæstu skipstjórunum, en minnist þess sérstaklega þegar litlu hafi munað að illa færi. Hann hafi verið á leið í sölutúr með 240 tonn af þorski þegar Apríl fékk á sig brotsjó um 90 mílur suðaustur af Vestmannaeyjum.

„Ég hef aldrei séð annan eins brotsjó, þetta var svakalegur skafl, um 20 metrar og dauðans alvara, en ég var vel undirbúinn og vissi hvað þurfti að gera.“ Hann hafi verið kominn með skipið upp í ölduna, það hafi verið stopp, þegar hann hafi óvart sett stjórnstöngina í bakkgír og í því hafi faldurinn skollið á brimbrjótnum við ankerisspilið.

„Krafturinn var svo mikill að brimbrjóturinn rifnaði upp og stóð upp í loftið eins og gormur, og skipið hentist fleiri, fleiri metra aftur á bak við höggið. Ef ég hefði siglt á móti skaflinum hefði stuðið orðið enn meira og jafnvel sópað brúnni af. Engu að síður titraði allt og skalf, rúður í brúnni nærri brotnuðu, dekkið fyrir framan hana gaf sig og fór 15 sentimetra niður, radarinn fauk út í buskann og miklar skemmdir urðu á innréttingum, þar sem karlarnir voru. Sem betur fer slasaðist enginn, við héldum áfram og ég seldi fiskinn í Grimsby. Eftir stendur að litlu munaði að við dræpumst allir.“

Sjómannslífið átti vel við Svavar. „Það var svakalega erfitt að koma alkominn í land 1984. Rosalega togaði sjórinn í mig.“ En hann fann fjölina á ný hjá Atlasi hf. í Hafnarfirði þar sem hann hefur unnið síðan, undanfarin ár í hlutastarfi. „Ég geng frá reikningum og svona,“ segir hann. „En helgin hjá mér byrjar á fimmtudegi,“ bætir hann við og segist fyrst núna vera að jafna sig á skyndilegu fráfalli eiginkonunnar, Sonju Jóhönnu Kristjánsdóttur, 2009. „Hún var einstaklega góð kona, en nú þríf ég af mér, strauja skyrturnar, pressa buxurnar og er farinn að malla ofan í mig. Ég fór frekar illa út úr þriðju sprautunni, var hálfrænulaus í tvo daga eftir að hafa ekki verið veikur í um 20 ár, en ætla til Kanarí fljótlega og vera fram að páskum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,17 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,17 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »