Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar skipverji á íslensku loðnuveiðiskipi féll fyrir borð úti fyrir Sandvík á Reykjanesi.
Áhöfn færeysks loðnuveiðiskips brást skjótt við og tókst að kasta björgunarhring til skipverjans. Skipsfélagar mannsins komu honum síðan til bjargar skömmu síðar á léttbát.
Þetta kemur fram í tilkynnningu frá Gæslunni. en hann var fluttur með þyrlunni á Landspítalann til aðhlynningar.
Líðan hans er sögð góð eftir atvikum.