Gullbergið komið til Eyja

Nýja Gullberg Vinnslustöðvarinnar siglir inn til hafnar í Vestmannaeyjum.
Nýja Gullberg Vinnslustöðvarinnar siglir inn til hafnar í Vestmannaeyjum. Mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Nýtt skip Vinnslustöðvarinnar (VSV), sem mun fá nafnið Gullberg VE-292, kom til heimahafnar í Eyjum í morgun. Skipið kom hingað frá Noregi, þaðan sem það var keypt og ber enn nafnið Hörður. Nú verður skipinu komið á íslenska skipaskrá og sýnt heimamönnum síðar í vikunni, að því er fram kemur á Eyjafréttum. Er þetta fjórða uppsjávarskipið í eigu VSV.

Skipstjóri á Gullberginu er Jón Atli Gunnarsson, sem áður var í brúnni á Kap VE. Skipið er 70 metra langt og 13 metra breitt. Vél skipsins er ný og búið að yfirfara ýmsan búnað um borð, eins og kælikerfi og lestar.

Á vef Eyjafrétta er vitnað í Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, sem lýsir mikilli ánægju með skipið. Var hann mættur á bryggjuna í morgun að taka á móti skipinu, ásamt fleiri starfsmönnum fyrirtækisins og heimamönnum.

 „Þetta er öflugt og gott skip og kemur sér vel á makrílnum í sumar. Það  eru allar líkur á að makríllinn verði fyrir austan eins og í fyrra og þá er gott að  vera með fjögur skip,“ sagði Binni við Eyjafréttir.

Heimamenn biðu spenntir á bryggjunni í Eyjum að taka á …
Heimamenn biðu spenntir á bryggjunni í Eyjum að taka á móti nýja skipinu. Sigurgeir Brynjar hjá Vinnslustöðinni, Binni, er annar frá hægri. Mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Jón Atli Gunnarsson er skipstjóri um borð í Gullberginu VE, …
Jón Atli Gunnarsson er skipstjóri um borð í Gullberginu VE, sem senn fer á makrílveiðar fyrir Vinnslustöðina í Eyjum. Mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.8.22 525,73 kr/kg
Þorskur, slægður 17.8.22 533,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.8.22 495,45 kr/kg
Ýsa, slægð 17.8.22 440,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.8.22 192,74 kr/kg
Ufsi, slægður 17.8.22 280,68 kr/kg
Djúpkarfi 15.8.22 20,00 kr/kg
Gullkarfi 17.8.22 238,98 kr/kg
Litli karfi 12.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.8.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.8.22 Jóhanna ÁR-206 Plógur
Sæbjúga Vestfirðir mið 13.817 kg
Samtals 13.817 kg
17.8.22 Óli Á Stað GK-099 Lína
Hlýri 234 kg
Þorskur 188 kg
Keila 19 kg
Gullkarfi 14 kg
Samtals 455 kg
17.8.22 Eskey ÓF-080 Línutrekt
Þorskur 2.628 kg
Ýsa 873 kg
Steinbítur 170 kg
Keila 101 kg
Gullkarfi 37 kg
Hlýri 26 kg
Ufsi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 3.842 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.8.22 525,73 kr/kg
Þorskur, slægður 17.8.22 533,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.8.22 495,45 kr/kg
Ýsa, slægð 17.8.22 440,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.8.22 192,74 kr/kg
Ufsi, slægður 17.8.22 280,68 kr/kg
Djúpkarfi 15.8.22 20,00 kr/kg
Gullkarfi 17.8.22 238,98 kr/kg
Litli karfi 12.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.8.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.8.22 Jóhanna ÁR-206 Plógur
Sæbjúga Vestfirðir mið 13.817 kg
Samtals 13.817 kg
17.8.22 Óli Á Stað GK-099 Lína
Hlýri 234 kg
Þorskur 188 kg
Keila 19 kg
Gullkarfi 14 kg
Samtals 455 kg
17.8.22 Eskey ÓF-080 Línutrekt
Þorskur 2.628 kg
Ýsa 873 kg
Steinbítur 170 kg
Keila 101 kg
Gullkarfi 37 kg
Hlýri 26 kg
Ufsi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 3.842 kg

Skoða allar landanir »