Gullbergið komið til Eyja

Nýja Gullberg Vinnslustöðvarinnar siglir inn til hafnar í Vestmannaeyjum.
Nýja Gullberg Vinnslustöðvarinnar siglir inn til hafnar í Vestmannaeyjum. Mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Nýtt skip Vinnslustöðvarinnar (VSV), sem mun fá nafnið Gullberg VE-292, kom til heimahafnar í Eyjum í morgun. Skipið kom hingað frá Noregi, þaðan sem það var keypt og ber enn nafnið Hörður. Nú verður skipinu komið á íslenska skipaskrá og sýnt heimamönnum síðar í vikunni, að því er fram kemur á Eyjafréttum. Er þetta fjórða uppsjávarskipið í eigu VSV.

Skipstjóri á Gullberginu er Jón Atli Gunnarsson, sem áður var í brúnni á Kap VE. Skipið er 70 metra langt og 13 metra breitt. Vél skipsins er ný og búið að yfirfara ýmsan búnað um borð, eins og kælikerfi og lestar.

Á vef Eyjafrétta er vitnað í Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, sem lýsir mikilli ánægju með skipið. Var hann mættur á bryggjuna í morgun að taka á móti skipinu, ásamt fleiri starfsmönnum fyrirtækisins og heimamönnum.

 „Þetta er öflugt og gott skip og kemur sér vel á makrílnum í sumar. Það  eru allar líkur á að makríllinn verði fyrir austan eins og í fyrra og þá er gott að  vera með fjögur skip,“ sagði Binni við Eyjafréttir.

Heimamenn biðu spenntir á bryggjunni í Eyjum að taka á …
Heimamenn biðu spenntir á bryggjunni í Eyjum að taka á móti nýja skipinu. Sigurgeir Brynjar hjá Vinnslustöðinni, Binni, er annar frá hægri. Mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Jón Atli Gunnarsson er skipstjóri um borð í Gullberginu VE, …
Jón Atli Gunnarsson er skipstjóri um borð í Gullberginu VE, sem senn fer á makrílveiðar fyrir Vinnslustöðina í Eyjum. Mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »