Umframafli gefur 68 milljónir í ríkissjóð

Töluverður umframafli hefur verið á strandveiðum í ár. Aflinn mun …
Töluverður umframafli hefur verið á strandveiðum í ár. Aflinn mun skila ríkissjóði tæpar 70 milljónir króna. mbl.is/Alfons Finsson

Það sem af er strandveiðitímabilinu hafa 590 bátar, eða tæplega 84% þeirra sem taka þátt, landað umfram 650 kíló af slægðum afla í þorskígildum sem er lögbundið hámark í hverjum róðri. Þetta má lesa úr tölum sem birtar eru á vef Fiskistofu.

Alls hefur verið landað tæplega 148 tonnum af umframafla sem dregin er frá aflaheimildum strandveiðanna, en ágóðinn af sölu slíks afla rennur óskipt í ríkissjóð. Meðalverð á slægðum þorski á fiskmörkuðum hefur verið hátt frá upphafi strandveiðitímabilsins og nemur það 462,7 krónum á tímabilinu 2. maí til 15. júlí. Það má því gera ráð fyrir að rúmlega 68 milljónir króna hafi ratað í ríkissjóð vegna umframafla það sem af er strandveiðitímabilinu.

Mikill munur er milli báta þegar skoðað er hve mikið hver bátur hefur landað af slíkum afla. Alls hafa þeir 59 bátar sem landað hafa mestum umframafla komið til hafnar með 32% af öllum umframafla, alls 47,5 tonn eða að meðaltali 806 kíló á bát.

Þá hefur báturinn sem landað hefur mestum umframafla landað rúmlega tveimur tonnum af slíkum afla en sá sem hefur landað næstmest 1,5 tonni. Alls hafa tíu efstu bátarnir landað 13,1 tonni af umframafla.

Langmest á svæði A

Svæði A er áberandi þegar umframafli er annars vegar og hefur 66% af slíkum afla verið landað þar, en þar landa aðeins 47% af strandveiðibátunum. Jafnframt eru 50 bátar af þeim 59 sem landa mestum umframafla af svæði A.

Þá hafa strandveiðibátar á svæði B landað tæplega tvöfallt stærra hlutfall af umframaflanum en bátar sem landa á svæðinu. Veður hefur truflað veiðar töluvert á Norðausturlandi og gæti það skýrt mun milli svæða að einhverju leiti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »