Væntir gagna frá ráðherra

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsætisráðherra segir að gagna úr matvælaráðuneyti sé að vænta innan skamms, sem sýni að frestun á hvalveiðum sé lögmæt, byggð á lagaheimild og sjálfstæðu mati Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Óskað hefur verið eftir þeim gögnum af Alþingi, fjölmiðlum og hagsmunaaðilum, en þau hafa enn ekki borist.

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd, er meðal þeirra sem efa lögmæti ákvörðunarinnar og talar um gerræði og ofríki ráðherra í viðtali sem birt er í Dagmálum Morgunblaðsins í dag. Er það ekki áhyggjuefni ef stjórnarliðar tala þannig?

„Matvælaráðherra fór vel yfir rökstuðninginn fyrir ákvörðuninni á fundi í atvinnuveganefnd Alþingis í liðinni viku,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Hún áréttaði það mat sitt og álit samkvæmt bestu vitund ráðgjafa að reglugerðin væri reist á traustum lagagrundvelli. Að ráðherra hefði heimild til að fresta veiðum í ákveðinn tíma.“

Stenst að gera það fyrirvaralaust?

„Ákvörðunin var tekin í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra og ég fæ sannast sagna ekki séð að matvælaráðherra hefði getað annað en gripið til tafarlausra ráðstafana eftir að hafa fengið það álit í hendur.“

Af hverju hefur matvælaráðherra ekki lagt fram gögn úr ráðuneytinu um það?

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að það verður gert og vænti þess innan skamms.“

Veikir deilan stjórnarsamstarfið?

„Það á ekki að koma á óvart að þessir þrír flokkar séu ekki sammála um alla hluti eða að upp komi ágreiningsefni milli þeirra. Ég held hins vegar að það sé styrkur þessa ríkisstjórnarsamstarfs að við getum rætt hreinskilnislega um þau okkar á milli og leyst úr þeim. Það getur gengið misvel, en það gengur.“ 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.5.24 430,99 kr/kg
Þorskur, slægður 28.5.24 561,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.5.24 345,79 kr/kg
Ýsa, slægð 28.5.24 238,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.5.24 169,91 kr/kg
Ufsi, slægður 28.5.24 219,55 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 28.5.24 377,79 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.5.24 241,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.24 Hafrún HU 12 Handfæri
Steinbítur 1.452 kg
Þorskur 1.384 kg
Skarkoli 556 kg
Ýsa 233 kg
Sandkoli 53 kg
Ufsi 11 kg
Langlúra 2 kg
Samtals 3.691 kg
28.5.24 Ragney HF 42 Handfæri
Þorskur 626 kg
Ufsi 14 kg
Samtals 640 kg
28.5.24 Aggi SI 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Ufsi 9 kg
Karfi 2 kg
Samtals 696 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.5.24 430,99 kr/kg
Þorskur, slægður 28.5.24 561,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.5.24 345,79 kr/kg
Ýsa, slægð 28.5.24 238,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.5.24 169,91 kr/kg
Ufsi, slægður 28.5.24 219,55 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 28.5.24 377,79 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.5.24 241,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.24 Hafrún HU 12 Handfæri
Steinbítur 1.452 kg
Þorskur 1.384 kg
Skarkoli 556 kg
Ýsa 233 kg
Sandkoli 53 kg
Ufsi 11 kg
Langlúra 2 kg
Samtals 3.691 kg
28.5.24 Ragney HF 42 Handfæri
Þorskur 626 kg
Ufsi 14 kg
Samtals 640 kg
28.5.24 Aggi SI 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Ufsi 9 kg
Karfi 2 kg
Samtals 696 kg

Skoða allar landanir »

Loka