Allir hjá Hval halda vinnu

Hvalbátar í Reykjavíkurhöfn.
Hvalbátar í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Engum þeim starfsmanni Hvals hf. sem ráðinn var til fyrirtækisins fyrir áformaða hvalveiðivertíð í sumar hefur verið sagt upp störfum, enda þótt bann hafi verið lagt við hvalveiðum út ágústmánuð og engar tekjur þar af leiðandi af veiðunum. Þetta staðfestir Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals í samtali við Morgunblaðið.

Þetta á bæði við um starfsmenn í landi sem og áhafnir hvalbátanna tveggja sem liggja nú við festar Reykjavík á meðan þess er beðið að hvalveiðibanninu ljúki, en svo sem kunnugt er gildir veiðibannið til 1. september nk. Hér er um að ræða á annað hundrað starfsmenn Hvals. Skipting starfsmanna eftir starfssviðum er þannig að 25 manns eru í áhöfnum hvalbátanna, 65 manns eru í Hvalfirði og 20 manns í frystihúsinu í Hafnarfirði.

Svo sem kunnugt er setti Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, reglugerð sem bannaði veiðar á langreyði í sumar og tók hún gildi 20. júní sl., degi áður en hvalveiðarnar áttu að hefjast.

Kristján segir að búið hafi verið að lofa á annað hundrað manns vinnu á vertíðinni og ekki hafi annað staðið til en að standa við þau loforð, sumir hafi verið byrjaðir þegar bannið var sett en aðrir rétt ókomnir til starfa. „Það hefur engum verið sagt upp vegna hvalveiðibannsins. Þeir sem voru byrjaðir eða rétt ókomnir eru allir við störf hjá okkur og við erum að gera okkur klára til að byrja veiðarnar þann 1. september,“ segir Kristján.

-Hvað er mannskapurinn að gera, fyrst engar eru veiðarnar?

„Menn finna sér eitthvað til dundurs, eins og þar stendur,“ segir Kristján, en fjölmörgum verkefnum segir hann að þurfi að sinna þrátt fyrir að hvalur sé ekki veiddur. Hann segir menn vera að dytta að, mála og hreinsa, til þess að hafa hlutina tilbúna þegar veiðin hefst á ný. „Það var allt tilbúið hjá okkur í vor, en það má alltaf gera betur. Það verður a.m.k. ekki verra núna en í vor,“ segir Kristján.

Kristján segist ekki hafa á hraðbergi kostnað vegna þessa, en hann sé þó töluverður eins og búast mátti við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »