Samið um starfslok eftir skemmd á vatnslögn

Huginn VE var á leið til hafnar þegar akkerið losnaði …
Huginn VE var á leið til hafnar þegar akkerið losnaði og fór í lögnina sem er nú stórskemmd. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Vinnslustöðin hefur samið um starfslok við tvo skipstjóra hjá fyrirtækinu. Skipstjórarnir skiptast á að vera skipstjórar á skipinu Huginn VE. 

Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við mbl.is. Hann segist ekki vilja tjá sig um ástæðu starfslokanna. Hann væntir þess að skipulagsbreytingar verði innan fyrirtækisins í kjölfarið.

Skipstjórarnir sem um ræðir eru Guðmundur Ingi Guðmundsson og Gylfi Viðar Guðmundsson. 

Starfslokin koma í kjölfar þess að umfangsmiklar skemmdir urðu á vatnslöginni til Vestmannaeyja föstudagskvöldið 18. nóvember. Urðu skemmdirnar þegar Huginn VE sigldi inn til hafnar og akkeri bátsins losnaði og fór í lögnina. 

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Hefur áhyggjur af vetrinum

Skera þurfti akkerið frá og liggur það enn á hafsbotni. 

Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar málið en vegna þeirra skemmda sem urðu á vatnslögninni hefur hættustigi verið lýst yfir í Eyjum. Skemmdirnar eru það miklar að ekki dugar að gera við lögnina til bráðabirgða og leggja þarf nýja lögn. 

Sigurgeir Brynjar segist hafa áhyggjur af því hvernig veturinn verði í ljósi þess að svo miklar skemmdir eru á lögninni. Geti það haft áhrif á vinnslu stöðvarinnar í landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.2.24 504,46 kr/kg
Þorskur, slægður 26.2.24 550,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.2.24 329,70 kr/kg
Ýsa, slægð 26.2.24 212,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.2.24 189,84 kr/kg
Ufsi, slægður 26.2.24 200,26 kr/kg
Gullkarfi 26.2.24 262,68 kr/kg
Litli karfi 22.2.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.2.24 75,00 kr/kg
Blálanga, slægð 26.2.24 275,84 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.2.24 Lundey SK 3 Þorskfisknet
Þorskur 3.436 kg
Ufsi 139 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 3.603 kg
26.2.24 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 55.623 kg
Ufsi 46.241 kg
Ýsa 26.119 kg
Steinbítur 2.622 kg
Langa 1.640 kg
Skarkoli 988 kg
Skötuselur 532 kg
Þykkvalúra 463 kg
Karfi 450 kg
Skrápflúra 203 kg
Keila 151 kg
Sandkoli 107 kg
Samtals 135.139 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.2.24 504,46 kr/kg
Þorskur, slægður 26.2.24 550,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.2.24 329,70 kr/kg
Ýsa, slægð 26.2.24 212,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.2.24 189,84 kr/kg
Ufsi, slægður 26.2.24 200,26 kr/kg
Gullkarfi 26.2.24 262,68 kr/kg
Litli karfi 22.2.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.2.24 75,00 kr/kg
Blálanga, slægð 26.2.24 275,84 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.2.24 Lundey SK 3 Þorskfisknet
Þorskur 3.436 kg
Ufsi 139 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 3.603 kg
26.2.24 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 55.623 kg
Ufsi 46.241 kg
Ýsa 26.119 kg
Steinbítur 2.622 kg
Langa 1.640 kg
Skarkoli 988 kg
Skötuselur 532 kg
Þykkvalúra 463 kg
Karfi 450 kg
Skrápflúra 203 kg
Keila 151 kg
Sandkoli 107 kg
Samtals 135.139 kg

Skoða allar landanir »