Fyrsta löndun ársins í Grindavík

Sturla GK landaði 27 tonnum af bolfiski nú í morgunsárið.
Sturla GK landaði 27 tonnum af bolfiski nú í morgunsárið. Ljósmynd/Sigurður

Fyrir klukkan 10 í morgun lauk fyrstu löndun ársins í Grindavíkurhöfn. Það var togarinn Sturla GK, í eigu Þorbjarnar, sem kom í land með 27 tonn af bolfiski.

Þetta segir Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar, í samtali við mbl.is.

Sturla GK lagði af stað frá Hafnarfirði 2. janúar og var að veiðum vestur af Sandgerði.

Aflinn er sem fyrr segir um 27 tonn og skiptist hann þannig að ýsa nam 11 tonnum, þorskur 10 tonnum og síðustu 6 tonnin voru bland. Sigurður gerir ráð fyrir því að hluti aflans fari til vinnslu í fiskvinnslu Þorbjarnar í Grindavík og einhver hluti fari á fiskmarkaðinn. Sturla GK fer svo aftur út á veiðar í kvöld.

Verka fiskinn í Grindavík

Sigurður segir að hjá skipstjóranum Birgi Laufdal og stýrimanninum Páli Árna komi ekkert annað til greina en að landa í Grindavíkurhöfn eins mikið og mögulegt er.

Þar að auki kom flutningaskipið Vermland með fiskfóður í höfnina í morgun og losaði um 30 tonn af fiskifóðri fyrir Fiskeldisfyrirtækið Benchmark Genetics. Sigurður var mættur snemma í morgun til að taka á móti því. 

„Ég beið bara spenntur eftir því að fá þessa hreyfingu hérna inn. Vonandi er þetta bara upphafið á þessu,“ segir Sigurður.

Hann gerir ráð fyrir því að umsvifin á höfninni fari að aukast aftur á nýjan leik.

„Ég tala nú ekki um ef við fáum norðanátt að þá bara á ég von á því að skipin komi bara öll hér til löndunar,“ segir hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »