Bíða eftir að El Niño gangi yfir

Arnar Halldórsson, framkvæmdastjóri gæðamála hjá Lýsi, segir stöðu lýsis á …
Arnar Halldórsson, framkvæmdastjóri gæðamála hjá Lýsi, segir stöðu lýsis á markaði hafa breyst vegna samdráttar í uppsjávarafla í Suður-Ameríku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland er að missa af tækifæri til að framleiða fiskolíur til manneldis, en heimsmarkaðsverð á þessu hráefni er í dag í hæstu hæðum. Hjá neytendum fer áhuginn á næringarríkum fiskolíum stöðugt vaxandi.

Veðurfyrirbærið El Niño hefur valdið verulegri röskun á framleiðslu ómega-3 fiskolíu, svo að heimsmarkaðsverð á öllu lýsi hefur leitað hratt upp á við, þar á meðal verðið á þorskalýsi. Þetta segir Arnar Halldórsson, framkvæmdastjóri gæðamála hjá Lýsi, í viðtali í febrúarútgáfu 200 mílna. Vörur félagsins eru að stórum hluta framleiddar úr fiskolíu frá Suður-Ameríku.

Arnar áréttar að veðurbreytingar hinum megin á jarðkringlunni hafi engin áhrif á framleiðslu gamla góða þorskalýsisins, enda er þar notast eingöngu við innlent hráefni og framboðið af því hefur haldist óbreytt.

Heimsmarkaðsverð á fiskolíu
Heimsmarkaðsverð á fiskolíu Mynd/mbl.is

Ísland missir af dýrmætu tækifæri

Skortur á fiskolíum frá Suður-Ameríku hefur orðið þess valdandi að önnur framleiðslusvæði hafa gengið á lagið og reynt að njóta góðs af háu verði. Arnar segir miður að íslenskar bræðslur hafi ekki getað nýtt þetta tækifæri því það hráefni sem þær framleiða fáist ekki samþykkt af yfirvöldum til manneldis. Þó hafi eitt fyrirtæki náð að tryggja sér tímabundið og skilyrt framleiðsluleyfi, en það virðist vera regluverkið, frekar en framleiðsluhættirnir, sem þvælist fyrir greininni.

„Við erum með fullkomin skip og uppsjávarvinnslur en bræðslurnar okkar eru ekki manneldisvottaðar, ólíkt því sem þekkist víðs vegar í heiminum. Noregur kemur núna sterkur inn á markaðinn með lýsi úr uppsjávarfiski og eins streyma inn fiskolíur frá Afríku og Asíu sem fengið hafa samþykki Evrópusambandsins til notkunar í matvælum, ólíkt þeim sem við framleiðum hér á Íslandi, þó svo að um sama regluverk sé að ræða,“ segir Arnar og bætir við að hluti af vandanum sé að regluverkið sé svo óskýrt að það bjóði upp á ólíka túlkun.

Viðtalið við arnar má lesa í heild sinni í síðasta blaði 200 mílna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.24 483,02 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.24 455,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.24 225,04 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.24 252,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.24 257,55 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.24 256,86 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.24 209,29 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.984 kg
Ýsa 28 kg
Karfi 21 kg
Grálúða 6 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 3.043 kg
16.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 337 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 358 kg
16.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 2.281 kg
Þorskur 409 kg
Skarkoli 46 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 2.763 kg
16.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 1.002 kg
Þorskur 141 kg
Samtals 1.143 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.24 483,02 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.24 455,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.24 225,04 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.24 252,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.24 257,55 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.24 256,86 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.24 209,29 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.984 kg
Ýsa 28 kg
Karfi 21 kg
Grálúða 6 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 3.043 kg
16.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 337 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 358 kg
16.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 2.281 kg
Þorskur 409 kg
Skarkoli 46 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 2.763 kg
16.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 1.002 kg
Þorskur 141 kg
Samtals 1.143 kg

Skoða allar landanir »