Beiðni barst frá fiskiskipi í vanda

Frá útkallinu seinnipartinn í gær.
Frá útkallinu seinnipartinn í gær. Ljósmynd/Landsbjörg

Aðstoðarbeiðni barst síðdegis í gær frá fiskiskipi sem statt var um 15 sjómílur norðvestur af Garðskaga. Aðalskrúfa skipsins var óvirk en vélar í lagi, sem og bógskrúfa.

„Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein lagði úr Sandgerðishöfn rétt upp úr klukkan 17:30 og hélt áleiðis að fiskiskipinu. Engin yfirvofandi hætta var á ferðum, en ljóst að skipið kæmist ekki fyrir eigin vélarafli til hafnar,“ segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Þegar BS Hannes Þ. Hafstein kom að skipinu kom í ljós að erfitt myndi reynast að koma dráttartaug í stefni þess. Skipstjóri Hannesar óskaði þá eftir að BS Jóhannes Briem yrði kallaður út og yrði til taks. Vegna sjólags þurfti að sæta færi til að koma taug í skipið og gekk það brösuglega.

Ljósmynd/Landsbjörg

„Áhöfn Hannesar tókst þó að koma taug í skipið, en töldu rétt að halda för Jóhannesar áfram á staðinn, þar sem talsverð alda var í Garðskagaröstinni og einhverjar líkur taldar á að dráttartaugin gæti slitnað sökum þess að einungis var hægt að koma grennri taug í dráttarauga fiskibátsins,“ segir í tilkynningunni.

Jóhannes Briem var kominn á vettvang um tíuleytið í gærkvöldi og byrjaði á að kanna ástand dráttartaugar og tengingar hennar við fiskiskipið. Það leit vel út og því haldið áfram til hafnar í Njarðvík þar sem landa átti úr fiskiskipinu og taka það til viðgerðar. Jóhannes Briem fylgdi því skipunum til hafnar í Njarðvík. Þangað var komið rétt um miðnætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »