Gagnrýna fyrirhugað efnisnám í sjó

Í umhverfismatsskýrslu er áætlað að efnistaka utan 20 metra dýpis …
Í umhverfismatsskýrslu er áætlað að efnistaka utan 20 metra dýpis muni hafa óveruleg áhrif á strandlínuna og sandrifið. Efnistaka á 15-20 m dýpi geti haft minni háttar áhrif á sandrifið. mbl.is/RAX

Bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum líst ekki á fyrirhugað efnisnám dótturfyrirtækis þýska félagsins Heidelberg Materials í sjó úti fyrir Landeyjahöfn.

Hefur bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar gert alvarlegar athugasemdir vegna óvissu og áhættu sem áhrif framkvæmdanna gætu haft á hryggningarstöðva fiskstofna, innviði til Vestmannaeyja og Landeyjarhöfn, að því er segir í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins, þar sem staða málsins var kynnt.

Hefur bærinn sent inn umsögn vegna umhverfismatsskýrslu um framkvæmdirnar, þar sem gerðar eru fjölmargar athugasemdir.

Ómissandi líflínu samfélagsins

Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu áformar Heidelberg efnistöku undan strönd Landeyja- og Eyjafjallasands í Rangárþingi eystra. Er fyrirhugað að vinna þar allt að 65-80 milljónir rúmmetra af efni á 30 árum.

Í umsögn Vestmannaeyjabæjar er m.a. bent á að svæðið sem um ræðir nálægt Landeyjahöfn hafi að geyma innviði sem séu ómissandi líflínur samfélagsins í Vestmannaeyjum.

„Um er að ræða allt rafmagn, neysluvatn og samgönguhöfn heimamanna. Það er ljóst að ef skemmdir verða á einhverjum þessara innviða eða að rekstur þeirra raskast mun kostnaður vegna lagfæringa vera gríðarlegur og afleiðingar mjög alvarlegar fyrir helstu stoðir samfélagsins, t.d. húsnæði, atvinnulíf, orkuöryggi og samgöngur,“ segir í umsögn bæjarins.

Svæðið innan mikilvægs hrygningarsvæðis 

Er m.a. bent á að efnistökusvæðið sé í nálægð við lykilinnviði og samgönguhöfn Vestmannaeyja og efnisnám geti haft áhrif á set og efnisflutning.

Svæðið sé einnig innan mikilvægs hrygningarsvæðis margra fiskistofna. Fyrirtækið hefur lagt fram áætlanir um vöktun og mótvægisaðgerðir en að mati bæjaryfirvalda eru þær ótrúverðugar „til að tryggja að komið verði í veg fyrir alvarleg áhrif sem hætta er á að hljótist af framkvæmdinni“.

Í samantekt kemur fram að Vestmannaeyjabær telur „að óvissa, áhætta og óafturkræfi umræddra framkvæmda sé slík að ekki sé ásættanlegt að veita heimild fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum í því umfangi og á því svæði sem tilgreint er í umhverfismatsskýrslu“. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »