Þarftu að þrífa töskuna eftir ferðalag?

Þarf að þrífa farangurinn eftir ferðalag?
Þarf að þrífa farangurinn eftir ferðalag? mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Ferðalangar á tímum kórónuveirunnar hafa flestir fengið góðar upplýsingar um hvernig megi minnka áhættuna á því að smitast, hvernig eigi að þrífa flugsætið sitt og hvernig megi styrkja ónæmiskerfið.

En hvað um farangurinn þegar þú kemur heim? Sérfræðingar segja að það sé ekki mikil áhætta á því að veiran leynist utan á ferðatöskum eða fatnaði. Það er þó ekki hægt að útiloka neitt og best að hafa vaðið fyrir neðan sig en ofan. 

Ekki hefur verið gefið út hversu lengi veiran getur lifað á ákveðnum efnum en tölur eru byggðar á sambærilegum kórónuveirum eins og SARS. Samkvæmt upplýsingum frá WHO getur kórónuveiran lifað allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga. Það fer þó allt eftir aðstæðum og á hverskonar fleti veiran er á. Málmar, plast og gler er betra heimili fyrir veiruna heldur en mjúk efni. 

Því gæti veiran lifað í einhvern tíma á handfanginu á töskunni þinni. Í umfjöllun Washington Post segir smitsjúkdómasérfræðingurinn Greg Poland að röð sérstakra atburða þurfi að eiga sér stað til þess veiran berist á handfangið á ferðatöskunni þinni. 

„Einhver þyrfti bókstaflega að hnerra á töskuna þína, þú að snerta það innan nokkurra mínútna eða klukkustunda og síðan snerta andlitið á þér,“ segir Poland. Hann bætir við að til þess að minnka áhyggjurnar geti ferðalangar þurrkað staði á töskunni sem aðrir gætu hafa snert. 

Hvað varðar fatnað sem þú varst með í töskunni gildir gamla góða ráðið og eftir ferðalög að skella honum einfaldlega í þvottavélina þegar þú kemur heim.

Ljósmynd/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert