Leiðir til að styrkja ónæmiskerfið í baráttunni við kórónuveiruna

Góður svefn er gulls ígildi til að efla ónæmiskerfið að …
Góður svefn er gulls ígildi til að efla ónæmiskerfið að mati sérfræðinga. mbl.is/Colourbox

Samkvæmt The New York Times þá eru nokkrar leiðir sem mikilvægt er að hugleiða í dag til að vera betur í stakk búinn til að takast á við kórónuveiruna ef hún bankar að dyrum. Ónæmiskerfið okkar er flókið fyrirbæri sem er að hluta til byggt á erfðum en einnig á venjum og því hvernig við högum okkur í lífinu og hvernig lífið hefur farið með okkur. 

Það sem við getum haft stjórn á sjálf eru atriði sem snúa að lífsstíl okkar. Svefn, streita, matarvenjur og hreyfing koma við sögu í þessu samhengi. 

Í grunninn er talað um að það sé ekki nein ein pilla sem virkar best fyrir ónæmiskerfið okkar eða einhver ein fæðutegund. Heldur er þetta sambland af nokkrum þáttum. 

Það sem vert er að hafa í huga þessu tengt er:

Reyndu að minnka almenna streitu

Áhyggjur af kórónuvírusnum, hlutabréfamarkaði og því sem er að gerast í umhverfinu auka á streitu fólks. Hins vegar er vitað að streita hefur neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Í rannsókn sem framkvæmd var af Carnegie Mellon University, á tuttugu ára tímabili, sýndu þátttakendur sem upplifðu minni streitu í lífinu, minni einkenni flensu en aðrir. 

Eins sýndi önnur rannsókn sem Ohio State University gerði að hjónaerjur og rifrildi hefðu neikvæð áhrif á ónæmiskerfi þátttakenda. 

Sár voru gerð á hendur þátttakenda. Þeir voru síðan beðnir um að ræða þægileg málefni og síðan erfið málefni. Sárin tóku deginum lengur að gróa þegar streita myndaðist í líkama þátttakenda. Hjá þeim sem rifrildin voru skæð tók sárin tvo daga að gróa. 

Samantekt á þessu er að niðurstöður rannsókna sýna að líkami fólks er betur í stakk búinn fyrir veikindi með minni streitu. Því ætti fólk að reyna að forðast átök í samböndum sínum og reyna að hafa stjórn á áhyggjum sínum. 

Passaðu upp á svefninn

Heilbrigt ónæmiskerfi getur barist á móti sýkingu. Ónæmiskerfi í fólki sem er svefnvana, virkar ekki vel. Þeir sem sofa að meðaltali minna en sex klukkustundir á nóttu, voru 4,2 sinnum líklegri til að fá kvef miðað við þá sem sváfu sjö tíma að nóttu samkvæmt rannsókn. Hlutfallið hækkaði hjá þeim sem sváfu minna en fimm stundir. 

Þess vegna er vel þess virði að setja athyglina á svefninn til að bæta ónæmiskerfið. Sex til sjö stundir á nóttu er eftirsóknarvert. Eins er mælt með að fólk fari á sama tíma að sofa og vakni á sama tíma að morgni. Fólk ætti að forðast skjánotkun, það að borða og að æfa rétt fyrir svefninn. 

Passaðu upp á D-vítamínið

Á meðan sú staðreynd er ljós að gera þarf fleiri rannsóknir á tengslum D-vítamíns og ónæmiskerfisins benda margar rannsóknir til þess að D-vítamín geti haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfi líkamans og aðstoðað með öndunarfærasjúkdóma. 

Í einni rannsókn þar sem úrtakið voru 107 eldri einstaklingar var hluta þátttakenda gefinn stór skammtur af D-vítamíni á meðan öðrum var gefinn hefðbundinn skammtur. Eftir ár kom í ljós að þeir sem voru á stærri D-vítamín skammti voru með færri sýkingar í öndunarfærum á árinu en samanburðarhópur sem var á hefðbundnum skammti. 

Nýlegri rannsókn þar sem þátttakendur voru 11 þúsund manns, sýndi einnig jákvæð áhrif D-vítamíns á öndunarfærasjúkdóma. Gögnin eru ekki algjörlega sannreynd, og sýna ekki allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði hið sama. Hægt er að fá D-vítamín í gegnum feitan fisk, eins og lax og mjólk svo eitthvað sé nefnt. Svo má heldur ekki gleyma sólinni. 

Gættu hófsemis í áfengi

Mikil neysla á áfengi þykir veikja ónæmiskerfið. Áfengi getur skaðað ónæmiskerfið og lungun. Fólk sem neytir of mikils áfengis á einnig erfiðara með að láta sár gróa og fleira í því samhengi. Ekki er talið nauðsynlegt að drekka daglega til að veikja ónæmiskerfið. Einnig ber að varast helgardrykkju. Ef einhvern tímann hefur verið góð ástæða fyrir því að minnka drykkjuna er það einmitt í dag. Einn drykkur þykir í lagi, en fólk ætti að gæta hófsermis á þessu sviði. 

Borðaðu skynsamlega

Heilbrigt mataræði og regluleg hreyfing er mikilvæg til að viðhalda góða ónæmiskerfi. Ekki er mælt með einni tegund af fæðu, heldur sambland af heilbrigðum fæðuflokkum. Skynsemi og hófsemi ætt að vera í forgrunni. En góð kjúklinganúðlusúpa, hvítlaukur og fleira hefur verið vinsælt á flensutímum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál