Stórstjörnur flykktust til Íslands árið 2020

J.K. Rowling, David Beckham og WIll Smith voru á Íslandi …
J.K. Rowling, David Beckham og WIll Smith voru á Íslandi í sumar og í haust. Samsett mynd

Á árinu 2020 voru millilandaferðalög aðeins fjarlægur draumur í huga margra. Heimsfrægar stjörnur hættu þó ekki að ferðast á milli landa og þótti fámennið á Íslandi fýsilegur kostur. Þó nokkrar stórstjörnur stigu fæti á Ísland á árinu sem er að líða. 

David Beckham og Guy Ritchie 

Fótboltastjarnan Beckham og leikstjórinn Ritchie komu til Íslands í júní til þess að veiða með vini sínum Björgólfi Thor Björgólfssyni í Haffjarðará. 

J.K. Rowling

Höfundur Harry Potter-bókanna dvaldi á snekkju við Íslandsstrendur í sumar. Hún heimsótti að sjálfsögðu veitingastaðinn Galdur á Hólmavík og fór á Galdrasafnið. 

Will Smith

Hollywoodleikarinn Will Smith var í tökum á Íslandi í haust og var Stuðlagili meðal annars lokað. Áður en hann hélt heim á leið gisti hann í þrjár næt­ur í aðalsvít­unni á Retreat-hót­eli Bláa lónsins. 

Tom Cruise

Stórleikarinn er sagður hafa lent á Reykjavíkurflugvelli í sumar og flogið þaðan með þyrlu á Suðurland. 

Terry Crews

Bandaríski leikarinn Terry Crews var á Íslandi í sumar. Hann fór fallegum orðum um landið á samfélagsmiðlum og var hæstánægður með íslenska skyrið. 

Dan Brown 

Breski metsölurithöfundurinn er hrifinn af Íslandi. Hann var staddur á landinu í haust og dvaldi meðal annars á Siglufirði.

Ni­kolaj Coster-Waldau

Game of Thrones-leik­ar­inn danski var á landinu í vetur. 

Ezra Miller

Hollwyoodleikarinn Miller er mikill Íslandsvinur en fékk þó slæma umfjöllun í fjölmiðlum í byrjun árs þegar hann virtist beita konu ofbeldi á myndbandi sem tekið var upp á útisvæði skemmtistaðar í miðbæ Reykjavíkur.

Gordon Ramsey

Stjörnukokkurinn var í laxveiði á Íslandi í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert