Björgólfur veiddi með Beckham og Ritchie í Haffjarðará

Björgólfur Thor Björgólfsson veiddi í Haffjarðará um helgina.
Björgólfur Thor Björgólfsson veiddi í Haffjarðará um helgina.

Björgólfur Thor Björgólfsson auðmaður var staddur í Haffjarðará um síðustu helgi þar sem hann veiddi ásamt David Beckham og Guy Ritchie. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Björgólfur veiðir með þessum herramönnum því þeir voru á svipuðum tíma í fyrra í ánni eins og mbl.is greindi frá. 

Haffjarðará er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og var lengi í eigu langafa Björgólfs, Thors Jensen. Hún er á Snæfellsnesi í um 120 km fjarlægð frá Reykjavík. Í ánni er bara leyfð fluguveiði og eru þeir sem veiða á maðk reknir upp úr. Einungis er leyfi fyrir sex stangir í ánni á sama tíma. 

Björgólfur Thor og David Beckham eyddu sunnudeginum saman á ströndinni …
Björgólfur Thor og David Beckham eyddu sunnudeginum saman á ströndinni árið 2017. sjáskot/Daily Mail

Fótboltastjarnan David Beckham og Björgólfur hafa verið félagar í töluverðan tíma en þeir kynntust í gegnum börnin sín sem gengu í sama skóla í Bretlandi. Fyrir þá sem vita ekki hver Guy Ritchie er, þá er hann leikstjóri og varð heimsfrægur þegar hann kvæntist söngkonunni Madonnu. Saman eiga Ritchie og Madonna tvo syni sem þau ættleiddu. Síðustu ár hafa þau átt í nokkrum illdeilum og því er gott að koma til Íslands í allt ferska loftið og svo býr íslenska sumarnóttin yfir miklum töfrum eins og þjóðin veit. 

Þessi mynd var tekin í fyrra þegar félagarnir veiddu í …
Þessi mynd var tekin í fyrra þegar félagarnir veiddu í Haffjarðará.
mbl.is