Faldi fossinn!

Djúpt inn í gili, þar sem Suðurdalur í Fljótsdal rennur saman við fjöll og heiðar, er einn óvenjulegasti foss landsins, Strútsfoss.

Líkt og með Hengifoss, sem staðsettur er í norðurhlíð Fljótsdals, er Strútsfoss hár og litríkur foss sem fellur niður innst í hrikalegu gili. Fossinn er röndóttur sem kann að vera undarleg staðhæfing er kemur að fossi en það skýrist af öskulögum sem hafa orðið til frá örófi alda og sjást eins og þverskurður í gilinu og gefa umhverfinu stórkostlegan blæ.

Gönguleiðin, sem hefst við Sturluflöt, sem er innsti bærinn í Suðurdal, er vel merkt og auðvelt að rata upp að þeim stað sem best er að njóta fossins. Gangan tekur um tvo tíma fram og til baka og er auðveld. Í raun má tengja saman að skoða Strútsfoss og Hengifoss sama daginn og eiga nægan tíma fyrir hið fallega Hérað það sem eftir líður dags. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert