Sóðaskapur í paradís

Mannanna verk eru oft undarleg og ósanngjörn gagnvart náttúrunni. Að taka drónamyndir um Ísland snýst ekki bara um fanga fegurð gilja og fjalla vetur, sumar, vor og haust heldur líka mynda og segja frá því sem betur mætti fara. 

Nafnið Garðsstaðir við Ísafjarðardjúp hringir eflaust ekki mörgum bjöllum hjá lesendum en þeir sem leggja leið sína um Djúpveg geta ekki annað en tekið eftir bænum út af öllum þeim bílhræjum sem þekja jörðina. Íslenskir bændur, fáir en nokkrir, eiga það til að safna rusli. Þetta þekkjum við sem ferðumst um landið, en ekkert skákar ábúandanum á Garðsstöðum er kemur að söfnunaráráttu og mengun á umhverfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert