Þriðja brúðkaupið í ítölskum kastala

Kourtney Kardashian og Travis Barker.
Kourtney Kardashian og Travis Barker. AFP

Hin nýgiftu Travis Barker og Kourtney Kardashian eru komin til Ítalíu til að fagna brúðkaupinu sínu í þriðja sinn. Hjónin hafa leigt kastala í Portofino á Ítalínu, en þau giftu sig í Bandaríkjunum á sunnudaginn í Santa Barbara í Kaliforníu. 

Brúðkaupið mun fara fram í Castello Brown samkvæmt heimildum TMZ og mun öll Kardashian fjölskyldan ferðast til Ítalíu til að verða viðstödd. Þetta verður í fyrsta skipti sem börn Kardashian verða hluti af brúðkaupinu.

Barker og Kourtney giftu sig fyrst í Las Vegas fyrr á þessu ári, en það brúðkaup var ekki löglegt. Þau giftu sig svo aftur í Santa Barbara, og nú verður þriðja brúðkaupið á Ítalíu. 

Castello Brown í Portofino.
Castello Brown í Portofino. Skjáskot/Instagram
mbl.is