Martha Stewart hyggst gefa út leiðbeiningabók um réttarhöld

Martha Stewart í viðtali hjá þáttastjórnandanum Larry King.
Martha Stewart í viðtali hjá þáttastjórnandanum Larry King. AP

Martha Stewart, bandaríska kaupsýslu- og sjónvarpskonan, sem var dæmd í 5 mánaða fangelsi fyrir að segja bandarískum stjórnvöldum ósatt um hlutabréfaviðskipti árið 2001, sagði í viðtali við þáttastjórnandann Larry King, á sjónvarpsstöðinni CNN, að hún hefði hug á að skrifa bók um reynslu sína af réttarhöldum. Skýrir frá þessu í frétt Ananova.

Var viðtalið hið fyrsta sem Stewart veitir eftir að dómur yfir henni féll. Í viðtalinu sagði Stewart að hún teldi ólíklegt að slík bók slægi sölumet, en hún gæti orðið gagnleg hverjum þeim sem ganga þurfi í gegnum réttarhöld.

Sagði Stewart að í bókinni myndi hún gefa fólki ráð um hvernig það eigi að velja sér lögfræðing og hvernig það eigi að hegða sér, bæði í réttarsal og viðtölum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson