Martha Stewart hyggst gefa út leiðbeiningabók um réttarhöld

Martha Stewart í viðtali hjá þáttastjórnandanum Larry King.
Martha Stewart í viðtali hjá þáttastjórnandanum Larry King. AP

Martha Stewart, bandaríska kaupsýslu- og sjónvarpskonan, sem var dæmd í 5 mánaða fangelsi fyrir að segja bandarískum stjórnvöldum ósatt um hlutabréfaviðskipti árið 2001, sagði í viðtali við þáttastjórnandann Larry King, á sjónvarpsstöðinni CNN, að hún hefði hug á að skrifa bók um reynslu sína af réttarhöldum. Skýrir frá þessu í frétt Ananova.

Var viðtalið hið fyrsta sem Stewart veitir eftir að dómur yfir henni féll. Í viðtalinu sagði Stewart að hún teldi ólíklegt að slík bók slægi sölumet, en hún gæti orðið gagnleg hverjum þeim sem ganga þurfi í gegnum réttarhöld.

Sagði Stewart að í bókinni myndi hún gefa fólki ráð um hvernig það eigi að velja sér lögfræðing og hvernig það eigi að hegða sér, bæði í réttarsal og viðtölum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.