Þýskt dagblað gerir gys að ættingjum Beckhams

Reuters

Þýska götublaðið Bild gerði í dag gys að ættingjum Davids Beckhams, kallaði systur hans "Fat-ham" og sagði mömmu hans hafa "bros eins og sveitavarg". Öll Beckham-fjölskyldan kom til Frankfurt til að horfa á fyrsta leik Englands á HM gegn Paraguay.

Beckham, sem hefur um 2,3 milljarða króna í árslaun hjá Real Madrid, sendi einkaþotu eftir fjölskyldu sinni. Móðir hans, Sandra, er fimmtug. Bild talaði um hana sem "ofurstjörnumömmuna sem brosir eins og sveitavargur". En systir Beckhams, Joanne, sem er 24 ára, fékk þó verstu útreiðina hjá blaðinu, sem sagði um hana: "Jahérna, sú er sver. Handleggirnir, brjóstin, rassinn, allt mjög breskt. Joanne er svona stelpa sem drekkur sangria á ströndinni á Majorka og dansar topplaus uppi á borði."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant