Britney útilokar móður sína í erfðaskrá sinni

Leikkonan unga Jamie Lynn Spears nýtur enn trausts systur sinnar …
Leikkonan unga Jamie Lynn Spears nýtur enn trausts systur sinnar Britney Spears. Reuters

Bandaríska söngkonan Britney Spears er sögð hafa breytt erfðaskrá sinni til að tryggja að móðir hennar Lynne fái ekki forræði yfir sonum hennar tveimur falli hún frá. Í nýju erfðaskránni er Spears sögð gera systur sína Jamie Lynn að forsjáraðila og fjárhaldamanni drengjanna Sean Preston, 22 mánaða, og Jayden James, tíu mánaða, falli hún frá. Systirin er hins vegar einungis fimmtán ára gömul og mun tekið fram í erfðaskránni að falli Britney frá áður en systirin nær 21 árs aldri eigi frænka þeirra Alli Sims að fara með for- og fjárræði þeirra þar til Jamie hefur náð 21 árs aldri.

Einnig er söngkonan sögð hafa ráðið einkaspæjara til að fylgjast með samskiptum móður sinnar og fyrrum eiginmanns síns Kevin Federline, sem er faðir drengjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant