Ike Turner látinn

Tónlistarmaðurinn Ike Turner sem trúlegast var hvað þekktastur fyrir samstarf sitt og hjónaband með söngkonunni Tinu Turner, lést á heimili sínu í San Diego í Kalíforníu,  76 ára að aldri. Dánarorsök er ekki ljós.

Tina Turner upplýsti í ævisögu sinni að maður hennar hefði verið fíkill og misþyrmt henni. Laurence Fishburne lék Ike Turner í myndinni What's Love Got To Do With It, sem byggð var á sjálfsævisögu Tinu.

Turner vísaði því hins vegar ásökunum fyrrum eiginkonu sinnar á bug í viðtali við AP fréttastofuna árið 2001 og sagði að fjölmiðlar hefðu svert mannorð hans.

Turner naut þó virðingar fyrir brautryðjendastarf í rokktónlist en tónlistarsagnfræðingar telja að Turner hafi gert fyrstu rokk og ról plötuna árið 1951 sem nefnd var Rocket 88.  Hann fór   nýlega í tónleikaferð um heiminn með hljómsveit sinni  Kings of Rhythm og fékk Grammy-verðlaun á þessu ári fyrir blúsplötuna  Risin' With the Blues.

Þau Ike og Tina, sem þá hét Anna Mae Bullock, hittust árið 1959 þegar hún var 18 ára. Ike gerði Tinu að aðalsöngkonu í hljómsveit sinni og hún varð brátt stórstjarna. Þekktasta lag þeirra var River Deep, Mountain High, sem Phil Spector stjórnaði upptökum á. Þá fengu þau Grammyverðlaun fyrir lagið Proud Mary, sem Creedence Clearwater Revival gerði fyrst frægt. Þau Ike og Tina eignuðust tvo syni.
Ike Turner er látinn 76 ára að aldri.
Ike Turner er látinn 76 ára að aldri. AP
Ike og Tina Turner árið 1966.
Ike og Tina Turner árið 1966. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant