Bannað að nálgast Spears í þrjú ár

Britney Spears
Britney Spears Reuters

Dómari í Bandaríkjunum féllst í gær á kröfu föður söngkonunnar Britney Spears um varanlegt nálgunarbann á ljósmyndarann Adnan Ghalib sem sagður er hafa verið kærasti hennar skömmu áður en hún var svipt sjálfræði  á síðasta ári.  

Nálgunarbannið gildir til ársins 2012 og á við um Spears, foreldra hennar og tvo unga syni. Er Ghalib bannað að nálgast þau eða reyna með nokkrum hætti að setja sig í samband við þau. Þá er honum bannað að halda því fram að hann starfi fyrir hana. 

Í dómskjölum kemur fram að Ghalib hafi reynt að hlutast til um málefni Spears m.a. með því að kynna sig sem fulltrúa hennar. Ghalib á einnig yfir höfði sér ákæru vegna líkamsárásar en hann er sagður hafa reynt að aka á fulltrúa yfirvalda sem reyndi að afhenda honum fyrri nálgunarbannsúrskurð.    

Samsvarandi mál gegn Sam Lutfi, fyrrum umboðsmanni Spears, verður tekið  fyrir síðar. Fram kom í fyrri fyrirtöku þess máls að Lutfi hafi m.a. setið um hárgreiðslukonu Spears á síðasta ári til að reyna að komast í samband við Spears.

Adnan Ghalib
Adnan Ghalib Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant