Cohen gekk fram af Eminem

Sacha Baron Cohen, lendir á Eminem á MTV kvikmyndahátíðinni.
Sacha Baron Cohen, lendir á Eminem á MTV kvikmyndahátíðinni. Reuters

Rapparinn Eminem rauk út af sviðinu á MTV kvikmyndahátíðinni í gærkvöldi eftir að Sacha Baron Cohen, í hlutverki Bruno, þrýsti berum rassi sínum í andlit hans. Mátti sjá Eminem bölva hressilega á leið sinni af sviðinu. 

Atvikið varð eftir að persónan Bruno, samkynhneigður fatahönnuður frá Austurríki, sveif niður á svið Gibson leikhússins í Universal Cityí Kaliforníu klæddur englavængjum, háum stígvélum og pungbindi. Hann vafði fótunum um höfuð Eminem og sagði : „Ætlar hinn raunverulegi Slim Shady að standa upp?”

Aðstoðarmenn Eminems komu honum til hjálpar og þvínæst strunsaði hann af sviðinu og yfirgaf síðan bygginguna. Fyrir atvikið hafði Eminem flutt lög sín  ‘WeMade You’ og ‘Crack A Bottle’ af nýjustu plötu sinni ‘Relapse’. 

Sigurvegari hátíðarinnar var táningamyndin ‘Twilight’ sem hlaut fimm verðlaun, þeirra á meðal verðlaun sem besta myndin. Þá var aðalleikari hennar Robert Pattinson valinn besta nýja stjarnan og mótleikkona hans  Kristen Stewart valin besta leikkonan. 

Ashley Tisdale var valin besta nýja kvenstjarnan fyrir hlutverk sitt í myndinni ‘High School Musical 3: Senior Year’ og mótleikarin hennar Zac Efron var valinn besti karlleikarinn.

Sacha Baron Cohen, lendir á Eminem á MTV kvikmyndahátíðinni.
Sacha Baron Cohen, lendir á Eminem á MTV kvikmyndahátíðinni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvaðeina sem þú festir kaup á í dag verður hagnýtt, á góðu verði og mun að líkindum endast um langan aldur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvaðeina sem þú festir kaup á í dag verður hagnýtt, á góðu verði og mun að líkindum endast um langan aldur.