Walsh líður eins og aumingja

Leikkonan Kate Walsh.
Leikkonan Kate Walsh. Reuters

Leikkonan Kate Walsh, sem er eflaust best þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Private Practice, segist upplifa sig sem aumingja fyrir að eiga ekki börn.

„Ég myndi elska að verða foreldri. En ég held að mig langi ekki að standa í því ein. Það sem gerist, gerist... Ég hélt að ég ætti eftir að gifta mig og eignast þrjú til fjögur börn. Ég vissi alltaf að mig langaði til þess að verða leikkona, en ég held að mig hafi alltaf langað í svokallað eðlilegt líf, þar sem ég átti mjög óhefbundna æsku,“ sagði Walsh í samtali við tímaritið More. Leikkonan, sem er 43 ára að aldri, skyldi við eiginmann sinn fyrir þremur árum eftir einungis eins árs hjónaband.

mbl.is