Viltu breyta lífi þínu?

Breytingar á lífi eldri manns eru efni næstu myndar í stuttmyndaröð sem Mbl sjónvarp sýnir á sunnudögum í samvinnu við Kvikmyndaskóla Íslands.

Erlendur Sveinsson samdi handrit myndarinnar ásamt því að leikstýra. Hann útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Íslands árið 2010 úr leikstjórnar- og framleiðsludeild. „Stuttmyndin Viltu breyta þínu lífi? fjallar um eldri mann sem lifir lífi sínu á mjög vanabundinn hátt. Hann er fastur í ákveðinni rútínu. Í myndinni fær hann skilaboð frá æðri máttarvöldum um að nú sé tími breytinga sem endurspeglast mjög vel í myndinni,“ segir Erlendur.

Erlendur segir að í raun byggist karakter gamla mannsins sem leikinn er af Grétari Snæ Hjartarsyni á aðalpersónunni í teiknimyndinni Up sem naut mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson