Orðinn spenntur fyrir Everest

Leifur Örn kleif fjallið Cho Oyu á landamærum Tíbets og …
Leifur Örn kleif fjallið Cho Oyu á landamærum Tíbets og Nepals árið 2007 en það er sjötta hæsta fjall jarðar. mbl.is

,,Það er kominn heilmikil tilhlökkun og spenningur í mig fyrir þennan leiðangur. Þetta verður krefjandi en á  sama spennandi verkefni. Ég stefni að því að ganga norðanmegin á fjallið frá Tíbet sem nú er hluti af Kína,“ segir Leifur Örn Svavarsson fjallgöngugarpur.

Það styttist óðum í afreksför hjá Leifi Erni, því hann stefnir á tind hæsta fjalls heims, Everest, í apríl. Ef til tekst verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa norðurhlið fjallsins.

Leifur Örn er þaulreyndur þegar kemur að fjallgöngum og hefur klifið nokkra af hæstu tindum heims. Hann er einn af stofnendum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna. Í viðtali við Morgunblaðið í janúar, þegar hann var nýkominn heim eftir jól á Suðurpólnum, sagði Leifur Örn að besta æfingin fyrir fjallgöngu sé fjallganga.

Fer yfir undirbúningsferlið í fyrirlestri

Hluti af æfingaferli hans fyrir Everest er því leiðsögumannastarfið í verkefninu Toppaðu með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, þar sem gengið er á ýmsa tinda sem upphitun fyrir Hvannadalshnjúk.

Leifur Örn mun kynna Everest leiðangur sinn, undirbúninginn og þær áskoranir sem fram undan eru í fyrirlestri á þriðjudagskvöld, 26. mars, sem fram fer í verslun 66°Norður í Faxafeni kl. 20.

Þar mun Leifur Örn einnig sýna þann útbúnað sem þarf í leiðangur sem þennan og hvernig hann hefur undirbúið sig líkamlega og andlega. 66°Norður styrkir Leif Örn með fatnaði í ferðina og hefur m.a. sérframleitt fatnað fyrir þessar krefjandi aðstæður.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.