Tómt í IKEA - Eurovision á Twitter

Greta Salóme er kannski ekki með í kvöld en Íslendingar ...
Greta Salóme er kannski ekki með í kvöld en Íslendingar eru með, á Twitter að minnsta kosti. AFP

Úr­slita­kvöld Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva fer nú fram í Globen tón­leika­höll­inni í Stokk­hólmi. Líkt og áður hefur komið fram komst framlag Íslands, lagið Hear them calling í flutningi Gretu Salóme Stefánsdóttur, ekki áfram í lokakeppnina. 

Íslendingar eru að sjálfsögðu grautfúlir, en láta það ekki á sig fá og virðast flestir vera límdir fyrir framan sjónvarpsskjáinn. Sumir eru þó kannski ennþá límdari við snjallskjáinn og tísta í gríð og erg. Hér má sjá brot af því sem gerist undir myllumerkinu #12stig

Felix er með landafræðina á hreinu, að minnsta kosti í kvöld:

Borgarstjórinn í Reykjavík fann samleið með litháenska söngvaranum:

Það er ákveðin kúnst að velja rétt pissulag:

Búningaval spænska keppandans, sem og fall hennar, vakti athygli:

Pólski keppandinn á sér tvífara, all nokkra að því virðist:

Er ekki annars hægt að fylgjast með á öllum samfélagsmiðlum?

 Eurovision-Reynir er team France frekar en Frans:

 Gísli Marteinn hvatti Íslendinga til að halda með Justin Timberlake í kvöld, en hann stígur á svið áður en stigagjöfin hefst. Einar Bárðarson er líka með hugann við Timberlake:

Teiknarinn Rán Flygenring ætlar að teikna keppnina í beinni: 

 Eurovision leikirnir eru af ýmsu tagi:

 Það eru víst ekki allir að horfa á Eurovision eftir allt saman:

mbl.is