Hildur Vala á sviðið á ný

Hildur Vala söngkona stígur á svið í Rósenberg í kvöld, …
Hildur Vala söngkona stígur á svið í Rósenberg í kvöld, og síðan aftur á Græna hattinum á Akureyri nk. laugardagskvöld. mbl.is/Mummi Lú

Nýtt frumsamið efni er að finna á lagalista söngkonunnar Hildar Völu auk laga af fyrri sólóplötum hennar en í kvöld heldur hún tónleika á Rósenberg við Klapparstíg í Reykjavík. Þetta eru fyrstu opinberu tónleikar Hildar Völu í mörg ár en fyrir rúmum áratug var hún ein skærasta stjarnan í tónlistarlífinu.

Upphaf þess var að í Idol-stjörnuleitinni á Stöð 2 snemma árs 2005 bar hún sigur úr býtum og varð söngstjarna þess árs. Heillaði landann upp úr skónum með brosinu, röddinni en síðast en ekki síst spékoppunum.


„Þetta var æðislegur tími og tónlistin er alltaf skemmtileg. Síðan komu þær aðstæður að ég vildi hverfa úr hringiðunni og sinna öðrum viðfangsefnum. Með því bar lífið mig á nýja og skemmtilega staði. Það stóð þó aldrei neitt annað til en að halda áfram að syngja en þá kannski meira á mínum eigin forsendum og eftir því sem hugur minn stæði til,“ segir Hildur Vala.

Vinnur að þriðju plötunni

Fyrst eftir sigurinn í Idolkeppninni sendi söngkonan góða frá sér tvær plötur sem fengu góða dóma, sú fyrri var Hildur Vala sem kom út 2005 og Lalala árið eftir. Á þeim voru mörg vinsæl lög og má þar nefna Líf, Songbird og Lifðu hægt. Þá söng hún með Stuðmönnum um skeið og svo mætti áfram telja.
Komin úr sviðsljósinu fór Hildur Vala í söngnám við Tónlistarskóla FÍH og er jafnframt komin með meistaragráðu sem tónmenntakennari frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. „Ég hef verið að kenna börnum og unglingum tónlist síðustu árin og auðvitað verið að syngja þótt það hafi kannski ekki verið áberandi. Og svo á ég líka orðið þrjú börn,“ segir söngkonan sem er gift Jóni Ólafssyni, tónlistar- og sjónvarpsmanni, en saman hafa þau unnið að mörgu skemmtilegu í tónlistinni á undanförnum árum.

Rósenberg og Grænn hattur

Hildur Vala vinnur nú að sinni þriðju sólóplötu sem áætlað er að komi út á næsta ári. Er eitt laganna sem þar verða, Sem og allt annað, nú í spilun á öldum ljósvakans og í netheimum og fær góða umsögn.

Næsta mál á dagskrá Hildar Völu eru hins vegar tónleikarnir á Rósenberg í kvöld klukkan 21:30. Þar nýtur hún fulltingis Stefáns Más Magnússonar gítarleikara, Birgis Baldurssonar trommara, Andra Ólafssonar, sem spilar á kontrabassa, og ektamanns síns, Jóns Ólafssonar sem eins og endranær er við hljómborðið. Á laugardagskvöld verður þetta sama fólk svo með tónleika á Græna hattinum á Akureyri.

„Það er afar mikill kraftur í íslenskri tónlist í dag og fólk er að gera skemmtilega, frumlega og fjölbreytta hluti. Ég fylgist vel með ungu tónlistarfólki og dáist að kraftinum í því. Reyndar stoppar fátt það fólk sem hefur virkilega ástríðu fyrir tónlist,“ segir Hildur Vala að síðustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson