Ekkert breyst á 25 árum

Samsett mynd

Það eru 25 ár síðan Sharon Stone sló í gegn í Basic Instict, þá 34 ára. Hún sýndi það í vikunni að hún hefur ekkert breyst á þessum 25 árum enda þekkt fyrir að halda sér vel við. 

Stone, sem verður sextug á næsta ári, talaði á Women's Brain Health Initiative í Beverly Hills í vikunni og fór létt með það að stilla sér upp í eina frægustu stellingu kvikmyndasögunnar.

Stone þótti minna mikið á Catherine Tramell sem hún lék í Basic Instict. Stellingin var ekki bara sú sama heldur var Stone einnig kædd í síðan jakka og stuttan kjól rétt eins og í myndinni. 

Sharon Stone.
Sharon Stone. mbl.is/AFP
mbl.is