13 ára og ástarlífið komið í fréttir

Millie Bobby Brown sló í gegn í Stanger Things.
Millie Bobby Brown sló í gegn í Stanger Things. AFP

Erlendir slúðurmiðlar flytja nú fréttir af ástarlífi leikkonunnar Millie Bobby Brown. Ekki er skrítið að ástarlíf stjarnanna rati í fréttir en Brown er hins vegar bara á fjórtánda ári. 

Brown og söngvarinn Jacob Sartorius er sögð vera stinga saman nefjum. Eru þau sögð hafa eytt miklum tíma saman og hafa verið mikið í samskiptum á samfélagsmiðlum að undanförnu. Sartorius er barnastjarna líkt og Brown en er tveimur árum eldri en Brown. 

Ekki er óalgengt að barnastjörnur pari sig saman, Justin Bieber og Selena Gomez eru dæmi um eitt slíkt par og Justin Timberlake og Britney Spears enn annað. 

Jacob Sartorius.
Jacob Sartorius. AFP
mbl.is