Fengu alvörusnjó í Noregi

Hertogahjónin Katrín og Vilhjálmur og Mette-Marit, krónprinsessa Noregs, virða fyrir …
Hertogahjónin Katrín og Vilhjálmur og Mette-Marit, krónprinsessa Noregs, virða fyrir sér snjóskúlptúr. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja mættu til Óslóar í dag en þau eru í tveggja daga opinberri heimsókn í Noregi. Fyrir það höfðu þau verið í Svíþjóð í tvo daga. 

Hertogahjónin eru ekki vön miklum snjó frá Lundúnum en fengu heldur betur að upplifa alvörusnjó í dag. Eins og sjá má á myndum frá heimsókninni var mikill snjór í Ósló í dag. 

Krónprinsinn Hákon og eiginkona hans Mette-Marit krónprinsessa hafa fylgt þeim Katrínu og Vilhjálmi eftir en konungshjónin Haraldur og Sonja buðu í hádegismat eftir að þau lentu rétt eins og nágranni þeirra, Gústaf Svíakonungur, gerði í Stokkhólmi á þriðjudaginn. 

Katrín hertogaynja, Vilhjálmur Bretaprins, Haraldur Noregskonungur og Sonja Noregsdrottning.
Katrín hertogaynja, Vilhjálmur Bretaprins, Haraldur Noregskonungur og Sonja Noregsdrottning. AFP
Mette-Marit og Hákon tóku vel á móti Katrínu og Vilhjálmi …
Mette-Marit og Hákon tóku vel á móti Katrínu og Vilhjálmi í snjónum. AFP
Víða mátti sjá snjó í Noregi.
Víða mátti sjá snjó í Noregi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson