Getum haldið Eurovision á landsbyggðinni

Egill Ploder flytur lagið Hér með þér ásamt Sonju Valdin …
Egill Ploder flytur lagið Hér með þér ásamt Sonju Valdin í Söngvakeppninni 2018.

Egill Ploder Ottósson flytur lagið Hér með þér ásamt Sonju Valdin á seinna undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2018, laugardaginn 17. febrúar. 

Af hverju Eurovision?

Það hafði einhvern veginn alltaf verið hugmynd hjá okkur að taka þátt í Söngvakeppninni. Núna fannst okkur rétti tíminn. Okkur finnst gaman að prófa nýja og spennandi hluti og Söngvakeppnin er skemmtilegt „platform“ fyrir það!

Hvernig hófst vinnan við lagið?

Vinnan við lagið hófst af alvöru eftir rosalega MGT-æfingu hjá Birki Vagni í World Class einn góðan föstudagsmorgun. Ég og Nökkvi höfum verið að æfa með skemmtilegum hóp alla föstudaga. Sigurbjartur Sturla Atlason og Arnar Ingi Ingason eru akkúrat í þeim hópi. Það var eftir þessa æfingu sem við bárum hugmyndina undir þá og eftir það var ákveðið að hittast í 101derland stúdíó-inu og byrja að vinna almennilega í laginu.  

Hverju vonar þú að lagið skili til hlustenda?

Ég vona að hlustandinn geti að einhverju leyti sett sig í aðstæðurnar sem lagið fjallar um. Hvort sem hlustandinn sé að taka fyrstu skrefin í sambandi eða upplifir gamla tíma þar sem fyrstu skrefin voru tekinn. Fá fiðringinn í magann.

Hvenær byrjaðir þú að syngja og hvernig byrjaði tónlistaráhuginn?

Ég byrjaði að syngja í sturtunni heima örugglega svona 10 – 11 ára gamall. Þá var ég líka ekkert að spara það. Ég gólaði svo hátt að ég gerði allt vitlaust á heimilinu. Örugglega hjá nágrönnunum líka.

Tónlistaráhuginn byrjaði svo af alvöru í kringum 14 ára aldurinn þegar bróðir minn sýndi mér ýmsar hljómsveitir. Þá var þetta aðallega rokk. Metallica, System of a Down, Muse og fleira. Ég er hinsvegar alæta af tónlist í dag.  

Uppáhalds-Eurovisonlagið? 

Það eru 2 lög sem standa upp úr. Tom Dice með Me and My Guitar. Ég hef hlustað á þetta lag mikið eftir keppnina. Mjög þægilegt og kósý lag. Robin Stjerneberg með You. Þetta er mjög vinsælt lag í mínum vinahóp. Féll svolítið undir radarinn. Tryllt lag!

Hvernig er gengur undirbúningurinn fyrir Söngvakeppnina? 

Undirbúningurinn gengur vel. Þetta er rosalega skemmtilegt verkefni. Við höfum verið að æfa sirka annan hvern dag síðustu tvær vikur. Svo fer þetta að þéttast aðeins núna þegar nær dregur stóru stundinni. Við erum með frábæran hóp í kringum atriðið okkar. Allir í hópnum eru sammála um það að hittast oft og æfa vel til þess að gera atriðið okkar að einhverju sem við getum verið stolt af. Æfingarnar fara aðallega fram á kvöldin og dagarnir geta þess vegna verið mjög langir. 

Hvað hefur komið þér mest á óvart í tengslum við Eurovision-ferlið?

Það hefur komið mér á óvart hvað áhuginn að utan er mikill á Söngvakeppninni. Við höfum fengið hauginn allan af skilaboðum frá erlendum aðilum sem vilja að við svörum spurningum, fá Skype-viðtöl, biðja um lagið fyrir spilun og þess háttar. Það er nokkuð ljóst að áhuginn fyrir Eurovision er svakalegur. 

Getur Ísland unnið Eurovision og hvar ætti að halda keppnina?

Við sáum það með bæði Jóhönnu Guðrúnu og Selmu að við getum alveg unnið Eurovision! Við verðum fyrsta landið til þess að halda keppnina á mörgun stöðum. Laugardalshöllin verður miðpunkturinn. Svo skiptum við Evrópu í norður, suður, austur og vestur. Eitt holl á Akureyri, eitt í Vestmannaeyjum, eitt á Egilsstöðum og svo á Ísafirði. Getur reyndar klikkað á svo marga vegu! Var bara að fá þessa pælingu núna. Er eitthvað þarna?

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson