Kvöldið kostaði Jay-Z yfir 11 milljónir

Jay-Z er rausnarlegur við vini sína.
Jay-Z er rausnarlegur við vini sína. AFP

Á meðan Beyoncé fór með sex ára gamla dóttur sína og Jay-Z á körfuboltaleik í Los Angeles á sunnudaginn fagnaði rapparinn afmæli vinar síns í New York. Kostaði afmælisfögnuðurinn Jay-Z að minnsta kosti 11 milljónir. 

Page Six greinir frá því þjónn Jay-Z og fimm félaga hans á næturklúbbnum Playroom hafi birt mynd af reikningi Jay-Z á Snapchat. Borgaði rapparinn rúmar níu milljónir fyrir Ace of Spades-kampavín og í þjórfé borgaði hann rúma milljón. Reyndar á rapparinn kampavínsframleiðsluna svo eitthvað af peningunum mun líklega skila sér til baka í vasa hans. 

Þetta voru ekki einu fjárútlát rapparans á sunnudaginn en fyrr um kvöldið er hann sagður hafa borgað kvöldverð fyrir vini sína fyrir eina milljón og rúmar þrjúhundruð þúsund krónur. 

Beyonce og Blue Ivy Carter á körfuboltaleiknum.
Beyonce og Blue Ivy Carter á körfuboltaleiknum. AFP
mbl.is