Ateria og Ljósfari komust áfram

Hljómsveitin Ateria.
Hljómsveitin Ateria. mbl.is/Hari

Hljómsveitirnar Ateria og Ljósfari komust áfram á þriðja kvöldi Músíktilrauna í kvöld.

Vinkonurnar Ása Ólafsdóttir, Eir Ólafsdóttir og Fönn Fannardóttir skipa tríóið Ateria. Ása spilar á gítar og syngur, Eir Ólafsdóttir syngur líka og spilar á bassa og selló og Fönn Fannardóttir spilar á trommur. Þær hafa allar stundað tónlistarnám og tekið þátt í Stelpur rokka.

Ása og Eir eru systur og Fönn er frænka þeirra. Hljómsveitin var stofnuð haustið 2017 og æfir í bílskúr í Vesturbænum.

Hljómsveitin Ljósfari er hugarfóstur gítarleikarans Árna Svavars Johnsen og bassaleikarans Snorra Arnar Arnarsonar. Þeir fengu söngvarann Sigvalda Helga Gunnarsson til liðs við sig.

Fljótlega kom í ljós að meira vantaði inn í og þá kom til sögunnar hljómborðsleikarinn Benjamín Gísli Einarsson og loks trommuleikarinn Kristófer Nökkvi Sigurðsson. Þeir eru úr Reykjavík, á aldrinum 21 til 28 ára.

Ljósfari.
Ljósfari. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson