Krónprinsinn nýtur lífsins á Íslandi

Friðrik krónprins verður fimmtugur í næsta mánuði og af því ...
Friðrik krónprins verður fimmtugur í næsta mánuði og af því tilefni var smellt í nýja mynd. Ljósmynd/Det danske kongehus

Friðrik, krónprins af Danmörku, er staddur hér á landi og sást meðal annars til hans í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 

Veitingastaðurinn Snaps varð fyrir valinu hjá prinsinum og naut hann ýmissa veitinga í bakherbergi veitingastaðarins. Öryggisverðir voru með í för til að tryggja að prinsinn gæti látið fara vel um sig. 

Friðrik verður fimmtugur í næsta mánuði og virðist hann vera að njóta síðustu daganna sem „fjörutíuogeitthvað“ í góðra vina hópi á Íslandi. 

Það er nóg fram undan hjá prinsinum, en hann er meðal annars að undirbúa sig fyrir konunglegt hlaup sem fer fram í Kaupmannahöfn 21. maí í tilefni af fimmtugsafmælinu. 

Friðrik krónprins af Danmörku var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi ...
Friðrik krónprins af Danmörku var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og kom meðal annars við á Snaps. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is