Ísland hafnaði í neðsta sæti

Ari Ólafsson á sviðinu í Lissabon.
Ari Ólafsson á sviðinu í Lissabon. AFP

Framlag Íslendinga í Eurovision í ár, lagið „Our Choice“ sem Ari Ólafsson flutti, hafnaði í neðsta sæti í fyrri undanúrslitum Eurovision sem fram fóru á þriðjudaginn.

Lagið hlaut 15 stig og var níu stigum fyrir neðan næsta lag, sem var framlag Makedóníu.

Ísrael vann fyrra undankvöldið en Netta fékk 283 stig. Hún stóð einnig uppi sem sigurvegari í kvöld og vann Eurovision.

Íslandsvinurinn Alexander Rybak vann seinna undankvöldið en hann fékk 266 stig. Georgia hafnaði í neðsta sæti í seinni undanriðlinum, hlaut 24 stig.

mbl.is