Missti helming líkamsþyngdar sinnar

Ruth Rickard, forstöðumaður athvarfsins, hélt í fyrstu að Hattie væri …
Ruth Rickard, forstöðumaður athvarfsins, hélt í fyrstu að Hattie væri grís með myndarlega vömb. Ljósmynd/Twitter

Tíkin Hattie, sem var eitt sinn talin feitasti hundur Bretlands, hefur nú nánast misst helming líkamsþyngdar sinnar og leitar að nýju heimili.

Hattie, sem óprúttnir aðilar gáfu gælunafnið „Hattie the Fatty“, rataði í fyrirsagnir fjölmiðla víða um heim fyrr á árinu þegar hún fékk skjól í hunda- og kattaathvarfi í borginni Plymoth á Englandi. Við komuna vó hún 40 kíló og hafði að mestu lifað á hamborgurum. Ekki fylgir sögunni hvers vegna eða við hvers konar aðstæður Hattie bjó. 

Ruth Rickard, forstöðumaður athvarfsins, segir að hún hafi haldið í fyrstu að Hattie væri grís með myndarlega vömb. Í ljós kom að Hattie er með sykursýki og var hún sett á strangt mataræði. Það ásamt aukinni hreyfingu hjálpaði henni að missa aukakílóin með heilsusamlegum hætti. Það skilaði sér svo sannarlega og vegur Hattie nú 23 kíló. 

Tíkin Hattie leitað að heilsusamlegu heimili.
Tíkin Hattie leitað að heilsusamlegu heimili. Ljósmynd/Twitter

Einnig var settur af stað styrktarreikningur fyrir Hattie til að standa straum af dýralæknakostnaði. Söfnunin gekk eins og í sögu og fór 338% yfir sett takmark. Hattie, sem er átta ára, leitar nú að eigendum og mun peninguinn sem safnaðist fylgja henni svo nýir eigendur geti átt fyrir dýralæknakostnaði í framtíðinni. Ekki skemmir fyrir ef nýju eigendurnir tileinki sér heilsusamlegan lífsstíl. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson