100 sjálfboðaliðar koma að þorrablótinu

Reynir Leví Guðmundsson er formaður skipulagsnefndar fyrir þorrablót ÍR á þessu ári. Hann segir undirbúning að þorrablótum hefjast snemma á haustin enda sé viðburður sem þessi stór og að mörgu að huga. 

Reynir Leví starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann er einn sjö manna sem skipa nefnd sem kemur að undirbúningi þorrablóts ÍR. Fulltrúar stærstu deilda félagsins skipa nefndina, fulltrúar aðalstjórnar og einnig einn af starfsmönnum félagsins. „Undirbúningur að blótinu hefst snemma á haustin enda heilmikið verkefni. Okkur telst til að það komi í kringum hundrað sjálfboðaliðar að blótinu á einhvern hátt ár hvert.

Fjöldasöngur og gleði

Þorrablótið í ár er það áttunda í röðinni og að venju verður það haldið í íþróttahúsi Seljaskóla. Í ár verður það 19. janúar. Síðastliðin ár hefur blótið verið haldið laugardaginn fyrir bóndadaginn. Veislustjórinn í ár verður Gísli Einarsson og hljómsveitin Bandmenn mun spila fyrir dansi. Dagskráin er eitthvað breytileg milli ára, ræða formanns félagsins er venjulega til staðar og einn af helstu dagskrárliðum blótsins er fjöldasöngur. Hljómsveitin stígur svo alltaf á svið í lok fjöldasöngsins. Þetta er einn af stóratburðum hverfisins, í ár og síðastliðin ár hafa 840 manns setið til borðs á blótinu sjálfu, einnig kemur einhver fjöldi aðeins á ballið sjálft.“

Ágóðinn rennur í mikilvæg verkefni

Reynir segir að aðalmarkmið þorrablótsins sé að skemmta öllum ÍR-ingum og Breiðhyltingum. „Mikil stemning ríkir venjulega í hverfinu þennan dag og mikið er um fyrirpartí fyrir þennan viðburð. Ágóðinn af þorrablótinu sjálfu fer allur í starfsemina með einum eða öðrum hætti. Stærsti einstaki hlutinn fer í Magnúsarsjóð, það er menntunar- og afrekssjóður ÍR, á vorin er veitt úr þeim sjóði. Afgangurinn skiptist svo á deildirnar sem koma að blótinu og félagið.“

Undirbúningurinn skemmtilegur

Reynir segir alltaf gaman í undirbúningnum. „Sér í lagi um helgina sjálfa, þegar við erum að setja upp salinn. Það er svo gaman að sjá alla þessa ólíku sjálfboðaliða leggja sitt fram við undirbúninginn. Einnig ná allir þessir aðilar að breyta venjulegum íþróttasal í stórglæsilegan veislusal á ótrúlega skömmum tíma.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson