Hitað upp fyrir Óskarinn

Óskarinn er um helgina.
Óskarinn er um helgina. AFP

Verðlaunahátíðatímabilið er nú senn á enda en því lýkur á sunnudagskvöldið með afhendingu Óskarsverðlaunanna. 

Mikil spenna er að venju fyrir verðlaunahátíðinni en sýnt verður frá henni í beinni á Rúv. Hátíðin í ár sker sig að nokkru leiti úr þetta árið en enginn kynnir verður á hátíðinni. Þetta er í annað skipti í sögu Óskarsverðlaunanna sem það er enginn kynnir, en það gerðist fyrst árið 1989. 

Til stóð að leikarinn Kevin Hart myndi kynna verðlaunin en vegna hómófóbískra ummæla á samfélagsmiðlum steig hann til hliðar. 

Kevin Hart mun ekki vera kynnir hátíðarinnar í ár.
Kevin Hart mun ekki vera kynnir hátíðarinnar í ár. AFP

Þar sem að allar helstu verðlaunahátíðirnar í þessum bransa eru yfirstaðnar er kominn ákveðinn vísir að því hvaða kvikmyndir og leikarar munu hreppa verðlaunin. Það er þó aldrei að vita hvað hátíðin ber í skaupi sér. Kvikmyndirnar The Favourite og Roma hlutu tíu tilnefningar þetta árið, en Roma vann nýlega til BAFTA-verðlauna. 

Í hlaðvarpsþættinum Hver er þessi Óskar? er farið yfir allar tilnefningar fyrir hátíðina og ræða þáttastjórnendur hvaða kvikmyndir og leikarar eru líklegust til að vinna. Hér má einnig finna allar tilnefningar til verðlaunanna.

Alfonso Cuaron sem leikstýrði kvikmyndinni Roma sem hlaut 10 tilnefningar.
Alfonso Cuaron sem leikstýrði kvikmyndinni Roma sem hlaut 10 tilnefningar. AFP
mbl.is