Tjáir sig um meint ástarsamband við Cooper

Bradley Cooper og Lady Gaga vöktu mikla athygli fyrir hversu …
Bradley Cooper og Lady Gaga vöktu mikla athygli fyrir hversu náin þau voru á Óskarnum. mbl.is/AFP PHOTO / A.M.P.A.S

Tónlistarkonan Lady Gaga mætti í spjallþátt Jimmy Kimmel í gær, miðvikudag, og ræddi þar meðal annars hversu náin hún og leikarinn Bradley Cooper voru í söngatriði sínu á Óskarnum á sunnudaginn. Gaga gaf lítið fyrir þær sögusagnir á samfélagsmiðlum að þau eigi í ástarsambandi. 

„Til að byrja með, í hreinskilni, þá eru samfélagsmiðlar klósett netsins. Og það sem þeir hafa gert við poppmenningu er ömurlegt. Og fólk sá ást og hvað heldur þú? Það er það sem við vildum að fólk sæi,“ sagði Gaga í þætti Kimmel. 

Sagði hún að Cooper hafi leikstýrt myndinni sem segir ástarsögur og hann hafi einnig leikstýrt því hvernig hann vildi að atriðið kæmi út á Óskarnum. 

Lady Gaga benti á að það hefði verið mikilvægt fyrir þau að vera tengd allan tímann. Sagðist hún hafa verið með höndina utan um samstarfsfélaga sinn í þrjú ár á tónleikaferðum sínum um heiminn og ekki að ástæðulausu. 

„Þegar þú syngur ástarsöngva er það það sem þú vilt að fólk upplifi,“ sagði Lady Gaga og átti við ást. 

Bradley Cooper og Lady Gaga á Óskarnum.
Bradley Cooper og Lady Gaga á Óskarnum. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson